Nú er vika frá Berlínarmaraþoninu og hvíldartímabilinu lokið. Ásta dró mig frá tölvuskjánum og út að hlaupa áðan og á hún þakkir skildar fyrir það. Ég var í góðu stuði og fann ekki fyrir eymslum í lærinu. Mér hefur kannski batnað við að Berlínarhlaupið. Mér fannst Ásta draga mig áfram .. en henni fannst það sama og við hlupum báðar á harðaspretti, lafmóðar, snöggar með hringinn. Fín æfing.
Annars er það skólinn .. búin að skrifa tvö Perl forrit í dag; buildLexicon.pl og baseTagger.pl. og á bara eftir accuracy.pl sem mælir frammistöðu hinna tveggja. já og svo fikta í baseTagger til að ná upp nákvæmninni. þetta er skemmtilegt. Fín æfing.
b
Takk fyrir síðast Birna. Þú stóðst þig vel í Berlín. Fara stóra hluta af leiðinni á öðrum fæti. !!!Ofurkona.
Loksins hvíldavikan liðinn…hægt að halda áfram að æfa og finna sér ný markmið….nóg í boði fyrir maraþonhlaupara.
Kveðja,
Magga
hhah! Þetta var hálfgerð brunaæfing. Hef aldrei brunað svona samfellt í 25 mínútur. Og alveg hissa hvað ég gat.
En það var gott að pústa eftir brekkuna á Reykjaveginum. Næsta æfing á morgun frú.
samþykkt, hlaupum aftur á morgun. Þetta er frábær hlaupamynd af þér Ásta.