Prufa þetta

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Besta ferð sem hefur ekki verið farin á Herðubreið

 

 

föstudagur:
Við vinkonurnar renndum úr bænum norður í land til að bæta Herðubreið í fjallasafnið. Tvær tölvukonur að sunnan, á háum hælum og nýjum göngubuxum. Þegar við komum til Akureyrar spurðum við til vegar að ríkinu, því ekki er grill án gullinna veiga.

Ferðafélagar söfnuðust saman við hús FFA og sendu hverjir öðrum rannsakandi augnagotur, þar til þeim var raðað í fjallabíla. Við vinkonurnar unnum í lottóinu og fengum að sitja í hjá fararstjórunum Ingvari og Konna. Ökuferðin austur í Mývatnssveit leið eins og örskot undir fróðleik og lygasögum úr sveitinni. Veðrið var eins og best gerist, jafnvel á norðurlandi. Sól og blíða og bros á hverjum manni.


Á leiðinni inn að Herðubreiðalindum skoðuðum við fjallakofann "Tumba" sem var afdrep gangnamanna og hlýddum á sögur af Fjalla-Bensa sem lét sér ekki margt fyrir brjósti brenna.


Jeppalestin kom í Herðubreiðarlindir í blíðskaparveðri og við nutum kyrrðarinnar og náttúrufegurðarinnar. Tignarleg Herðubreið minnti á klippimynd þar sem hana bar í heiðan kvöldhiminn og við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að klífa "Drottninguna" daginn eftir.

 

Hópurinn gisti í Þorsteinsskála sem er ljómandi þægilegur og um kvöldið las Ingvar Teitsson fyrir okkur sögur af Fjalla-Bensa þar til frakkarnir ráku okkur í háttinn.  

laugardagur:


Morguninn eftir, þegar til stóð að æða á fjallið, hékk skýjabakki niður í miðjar hlíðar og ekki vænlegt til uppgöngu. Það kom flatt á okkur borgarbúana, sem högum plönum skv. "Calendar".
Eftir hafragraut og tvo kaffibolla og lúku af bláberjum var komið plan B. Fararstjórnarnir færu með okkur í Öskju og Víti og Drekagil og svo á Drottninguna á eftir, þegar rofaði til. Öll voru þessi nöfn ógurleg og staðirnir áður óséðir þ.a. þetta var "2 fyrir 1" tilboð.
Við nutum dagsins og skoðuðum Öskjusvæðið. Veðrið var kalt, enda vorum við þarna komin í um 1000m hæð. Nokkrar hugaðar konur og enn hugaðri karl syntu í Víti, og höfðu baðvörð til að uppfylla skilyrði ESB um almenningsböð. Syndararnir fundu hópinn við vörðu sem reist var til minningar um Knebel, þýskan vísindamann sem týndist við rannsóknir á Öskuvatni.


þá var stoppað í Nautagili. Þar voru fyrstu tunglfararnir við æfingar 1965 og 67 og heitir gilið eftir þeim (Astro-Nauta gil 🙂 húmorinn er frá Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi kominn. Konni sagði okkur nokkrar gamansögur eins og honum einum er lagið og heyrðist jafnvel enn betur í honum en venjulega þarna á milli klettaveggjanna. Í gilinu er stórmerkileg "rós" eða stjarna í klettavegg og létu margir taka mynd af sér inní rósinni. 

Á heimleiðinni skoðuðum við Glúfrasmið þar sem Jökulsá hefur grafið sér glúfur og beljar ógurlega.
Enn gaf ekki á Herðubreið, en menn þóttust þess fullvissir að betra veður væri í kortunum.

Heima í Þorsteinsskála fengum við okkur síðdegisblund að sveitamannasið, en vorum svo rekin á fætur með þeim orðum að ganga um Álftavatn hæfist eftir 2 mínútur! Þá var best að haska sér.
Við skoðuðum Vatnstankana sem sjá svæðinu fyrir vatni og Eyvindarhelli, hvar Fjalla-Eyvindur hírðist heilan vetur eldlaus og nærðist á hvannarót og hráu hrossakjöti. jamm!
Á vatninu voru nokkrar endur, flestar með ótrúlega smáa unga. Skyldi varp hafa misfarist í vor? Svo sáum við fallega álftafjölskyldu – par með þrjá stálpaða unga. Við gengum að ármótum Jökulár og Kreppu til að ná örugglega upp matarlyst og gekk á með gamansögum. Á heimleiðinni gróf Ingvar upp hvannarót og gaf okkur að smakka. Hún líktist sellerírót. Það var viðeigandi lystauki fyrir grillið um kvöldið og þóttust margir hressast allverulega.
Á kvöldvökunni sagði Ingvar söguna af týnda vísindamanninum Walter von Knebel og unnustu hans Ínu von Grumbkow, sem gerði út leiðangur til að kanna afdrif hans og tók svo að lokum saman við jarðfræðinginn dr. Hans Reck sem kom með henni til Íslands. Dramatísk saga sem sómir sér vel í óperu. (ég sendi sms til Atla Heimis, hef enn ekki fengið svar ..) 


sunnudagur:
Þegar við vöknuðum á sunnudagsmorgni var enn þungbúnara en á laugardaginum og ljóst að Drottningin gæfi ekki færi á sér þann daginn. Við vinkonurnar vorum sammála um að okkur væri slétt sama. Ferðin var þegar orðin kjaftfull af fróðleik og fjöri og svo mikil upplifun að við værum komnar með 5 fyrir 1. Herðubreið er ekki að fara neitt og hægt að gera aðra tilraun seinna. Einn orðaði það svo "við sluppum við að þurfa að ganga á fjallið". Ekki voru allir sama sinnis.


Sumir héldu heim á leið þegar ljóst var að ekki yrði gengið á Herðubreið, en þá sem verða seint saddir, leiddu fararstjórarnir í nestisferð inní Hrossaborg. Við sátum í sól og hita, en "nokkrum metrum" sunnar var Herðubreið með hár niður á herðar.

Svo skoðuðum við Sæluhúsið við Jökulsá, eitt af örfáum húsum á Íslandi hlaðið úr höggnum steini.
Við röltum í sól og steikjandi hita heim að "Klaustri", jarðhýsi sem var afdrep gangnamanna. Enn eitt dæmið um hversu stórt stökk við tókum, í átt til betri lífskjara, á síðustu öld. Þaðan sáum við líka 3 kynslóðir þjóðvega, all-ólíka. Frekar en láta staðar numið við svo búið, þá var staldrað við á Fuglasafni Sigurgeirs við Mývatn. Það var ótrúlega glæsilegt og gaman að finna enn nýjar perlur.  



Fegurð daganna felst í fólkinu sem þú deilir þeim með.
Takk fyrir óvenju fagra helgi.

tvær að sunnan
Birna Guðmundsdóttir og
Ásta Sigurjónsdóttir

p.s. Hvað fáum við á prófinu Ingvar? 8,5?

 

Birt í Travel | Færðu inn athugasemd

Lífið er ljóð

Eydís er skáldið á mínu heimili, hún vaknar með ljóð í munni á hverjum degi

Afhverju vaktir þú mig ekki!

Eru hreinir sokkar í þinni skúffu ?

Ég tek með mér banana, bless!

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hvernig gengur?

    Það sem mig dauðlangar að vita er :  <sent á seðlabanka og viðskiptaráðuneyti>

    1. Hvað skuldum við mikið í krónubréfum og hvenær eru gjalddagar? (er þetta ekki til í súluriti hjá Seðlabanka eða hagstofu? )
    2. Hvernig er stefnt á að losna við krónubréfin og hvenær?
    3. Hvað er Seðlabankinn að eyða miklum gjaldeyri í að halda uppi genginu?
    4. Hversvegna erum við að "halda uppi" genginu??

    kv. Birna

    —————————

    Stefán Jóhann Stefánsson hringdi í mig úr Seðlabankanum og sagði eftirfarandi: (vonandi rétt eftir haft)

    1. Upplýsingar um krónubréfin og gjalddaga þeirra er að finna á bond.is og í peningamálum Seðlabankans. Ég spurði hvort útistandandi væru um 200 ma, og hann sagði að það væri ekki fjarri lagi, en taldi þó að það væri nokkru lægra. < ég á eftir að fara inná bond.is og skoða >
    2. Hann kannaðist ekki við að nein opinber stefna væri um að losna við krónubréfin. Þó svo það hefði vissulega verið í umræðunni.
    3. Hann sagði Seðlabankann hafa eytt litlu í að halda uppi genginu
    4. Og tilgangurinn væri að halda verðbólgunni niðri.

Ég er sátt við greið svör, en sakna þess að fá á tilfinninguna að markvissar aðgerðir séu í gangi. Það er bara verið að beita klassískum aðferðum eftir bókinni, en þær hafa brugðist hingað til og einhver sagði að það væri búið að eyða 140 millj af AGS láninu. það eru soldið miklir peningar.
Í morgunkorni Íslandsbanka 6.feb kom fram að í um þriðjungi gjaldeyrisviðskipta væri Seðlabankinn að kaupa krónur (og sóa gjaldeyri!)

SÍ segir: – ég ætla að ýta þessu á sérfræðingana okkar og reyna að fá þessar upplýsingar í aðeins ítarlegra formi en ég nefndi við þig í símanum – til að setja á vefinn

    Kv. Birna

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Áfram KR

 
um daginn var Sjáfstæðismaður í kaffi hjá mér
 
hann var mjög ósáttur við að líklega yrði Bjarni Ben formaður, hann vill Þorgerði
hann var mjög ósáttur við klíkuveldið innan flokksins
hann var mjög ósáttur við frjálshyggjuna
hann var mjög ósáttur við hvernig var raðað í ráðherrastólana
hann var mjög ósáttur við framtaksleysi Geirs
hann var mjög ósáttur við Davíð í Seðlabankanum og að hann skyldi ekki vera rekinn

en ég held hann hafi ekki einusinni hugleitt að   KJÓSA  EKKI   Sjálfstæðisflokkinn

b

Birt í Uncategorized | 5 athugasemdir

Just f** google it !

Kæri skjár 1,

 

Hvernig væri að setja upp þátt sem gæti heitið "Just f** google it"

 

Fólk fær spurningar sem það þarf að svara og má nota allar leiðir sem þeim dettur í hug til að finna svarið.

Google, hringja í afa, póst á nörda grúppur, spyrja vini á msn, ja.is, pósta facebook commenti, fyrirspurn í gagnagrunn, skrifa forrit sem finnur lausnina ..

 

Hver fótar sig best í upplýsingasamfélaginu ?

 

 

 

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Birnir vita hvað þarf

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Einn, tveir og Geir

Á sundi samfylkingarinnar í gær var einróma á ákafur stuðningur við að slíta stjórnarsamstarfinu strax. Ef forysta flokksins heykist á að fylgja því eftir, þá verður flokkurinn fúasprek eftir. Samfylkingin má ekki sýna af sér sama tvístígandaháttinn og Geir hefur pínt þjóðina með undanfarna mánuði.

b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kæri forseti

Nú þarf þjóðin á forseta sínum að halda.  Ég skora á þig að rjúfa þing og skipa hæfa utanþings stjórn til að takast á við þau vandamál sem að steðja.

Stjórnvöld virðast hafa framið landráð af gáleysi og eru á góðri
leið með að glutra niður sjálfstæði þjóðarinnar. Svo mikið er í húfi að við
höfum ekki efni á að sætta okkur við duglausa stjórn.

Nú ríður á að hæft fólk haldi um stjórnartaumana og marki
stefnuna og gefi fólki von og framtíðarsýn.

Þjóðin, sem hefur verið seinþreytt til vandræða, er að verða
brjáluð. Margt „venjulegt fólk“ tók nákvæmlega þannig til orða á
mótmælunum í gær.  Þjóðin hefur enga hugmynd um hvað ríkiststjórnin er að gera,
eða hvort hún er að gera nokkuð yfirhöfuð.

Smáskammtalækningar í formi greiðsludreifingar eru ekki málið.
Ætlum við að taka á okkur skuldbindingar sem við getum engan vegin staðið við ?

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hikar við að senda meiri peninga
hingað, þar sem ekki er ljóst hvernig þeim yrði varið. Það er gott. Ég treysti
alls ekki ríkisstjórn og seðlabanka til að ráðstafa þeim gríðarlegu fjármunum á
skynsamlegan hátt.

b

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Skilaboðin eru skyr

Þvílík læti! Skyr og allt. Ef ríkisstjórnin fer ekki frá núna, þá finnst mér trúlegt að næst fái Molotov að fljúga.


b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd