Séð & heyrt vísindagreinar

mbl.is segir frá japanskri rannsókn sem sýni að fólki sem fer snemma á fætur sé hættara við hjartakvillum. Stórmerkilegt! ef það fylgdi ekki sögunni að flestir þeirra sem fóru snemma á fætur hafi verið eldra fólk!!
Mér finnst þetta ferlegt. Í rauninni er verið að af-mennta fólk með því að bera svona bull fyrir það. Áherslan er bara á að búa til fyrirsögn sem vekur áhuga (sérstaklega þeirra sem sofa frameftir). Mogginn er Séð&heirt vísindageirans. http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1289916
 
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

3 Responses to Séð & heyrt vísindagreinar

  1. Óþekkt's avatar Yngvi skrifar:

    Ekki gleyma jeppakönnuninn Jeppar umhverfisvænni en tvinnbílar Hverjir skyldu borga fyrir svona rannsóknir?

  2. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    en samt Birna… við erum auðvitað bara dýr og það að vakna snemma er eitthvað sem "maðurinn" hefur tamið sér frekar seint á þróunarferlinu og ekki síst farið að vegsama sem dugnað og eitthvað sem mjög er til eftirbreytni.  Kanski er þetta bara tómur misskilningur hjá okkur og við erum bara að drepa okkur á þessu, svo maður taki sterkt til orða.  "Maðurinn" er kanski bara ekkert hannaður fyrir þennan óskaplega morgundugnað.  En hvað veit ég, maðurinn með bólgið hjarta, enda lagt mig í líma síðustu 20 ár að sofa alltof lítið. 
     
    Kveðja H.

  3. Óþekkt's avatar Gunnar skrifar:

    Þessi niðurstaða kemur jafnmikið á óvart og sú sem nokkrir reykvískir hjúkrunarfræðingar fengu úr könnun sem þær gerðu á því hvernig konur upplifðu fæðingu.  Hið óvænta kom í ljós að konur sem lentu í bráðakeisaraskurði upplifðu fæðinguna á neikvæðari hátt en hinar sem fæddu með eðlilegum hætti. Stórmerkilegt! Hvern hefði nú grunað þetta að órannsökuðu máli?Gunnar Geirssonhttp://raudhausar.com/gunnar/

Skildu eftir svar við Unknown Hætta við svar