Mér sýnist einna helst að ég hafi ekki hlaupið hálf-maraþon á laugardaginn. A.m.k. finn ég enga mynd af mér. Kannski hljóp ég svo hægt að ég náðist ekki á mynd. Ég náði áður óþekktum tíma, hljóp á ca 2:15 – stífelsið aftan í vinstra læri er að þvælast fyrir mér. Ég er búin að vera í nuddi og nálastungum í sumar, en skána lítið. Halli segir: Liggja á bakinu og toga öklann niður að enni í 2 mínútur. Prófa það
b
Ég segi nú bara eins og jógakennarinn sagði hér um árið:- Það eina sem þið þurfið að passa er að festa ekki hnén á bak við eyrun!
Engin hætta, það er rétt svo að ég komi höndunum um hnén. Ég er stirð eins og fótboltakall
b
Þetta nefnilega málið.. ég er gamall fótboltakall og því enginn Olga Korbut, svo ég þekki þetta að vera stirður. Þú verður bara að fara í Húsasmiðjuna og kaupa þér kaðal og binda um öklan og byrja að toga, þetta kemur.
Takk annars fyrir stuðninginn og kommentið. Kíktu á síðuna hjá Berki (linkur hjá mér), þar er slóð á fjölda mynda, hlýtur bara að vera þar 🙂