Hann Baldur minn, elsku erfinginn, útskrifast sem stúdent frá Hraðbraut á morgun.
Ungi nr.1 um það bil að fljúga úr hreiðrinu. Myndarlegur strákurinn með nýja klippingu og í nýjum jakkafötum. Hann stefnir til Japan í haust. Hann mun standa sig vel hvað sem hann svo álfast til að gera við lífið.
Ég er geðveikt stolt. Þetta tókst!
b
Bið að heilsa strák og hlakka til að sjá stúdentsmyndir af honum… líka húfulausum svo nýja klippingin njóti sín.
já talandi um það, ég efast um að neinar ráðstafanir hafi verið gerðar varðandi húfu. Hann getur fengið mína lánaða er grunur minn reynist réttur.
Til hamingju með strákinn!
Til hamingju með strákinn.
kv. Vigdís