Hafnfirðingar kjósa á morgun. Hvaða pæling er það að skipulagsmál Hafnfirðinga stjórni því hvort það verður virkjað á Suðurlandi? En hugsið ykkur, áður en það kom uppúr dúrnum að Hafnfirðingar ættu að kjósa um skipulagstillögurnar þá stóð til að leggja þær fram ("on display" eins og í the Hitchikers Guide to the Galaxy) og bíða eftir mótmælum. Hver ræður því hvort er virkjað á Suðurlandi? Alcan? Rannveig Rist? Og hverjir verja landið? Örfáir bændur? Mér finnst ákvarðanatakan öll hin undarlegasta.
Ég er að lesa þjóðhagfræði og m.a. um peningamálastjórnun og spyr, hversvegna liggur svona mikið á að viðhalda þenslunni? Hversvegna þarf að fara útí enn meiri framkvæmdir sem auka þensluna, þrýsta upp verðbólgunni og viðhalda þessu fáránlega vaxtastigi.
Hver borgar ef Hafnfirðingar vilja virkja? Ég ! og kannski einhverjir fleiri
b
Mér þykir vera óþarlega mikil þensla í fjölda n-a í pistli þínum, frú Birna.
Það er alveg út í hött að eingöngu íbúar í Hafnarfirði fái að ráða svo miklu um ástand þjóðarbúskaparins næstu árin. Það er hrein heimska að líta á þetta sem lókal mál í Hafnarfirði eingöngu. Ef ráðist verður í þessa stækkun eða nýframkvæmdir í stóriðju, höldum við sem skuldum áfram að borga verðbólgun í formi hárra vaxta og verðtryggingar. Ég mótmæli því hástöfum og læt mér í léttu rúmi liggja þótt 240 svartstakkar Björns Bjarnasonar standi með reiddar kylfur.Fökk já!
þetta er of flókin föstudagsgetraun fyrir mig.
Segi pass.
Getraunin er ekkert flókin Ásta mín. Þú borgar líka :]
annars steingleymdi ég að vera með föstudagsgetraun, ég er á kafi í gjaldeyrisjöfnuðinum, hvað er klukkan? hvenær á ég að skila?