Á síðustu stundu

 
Ég var að skila inn verkefni í Málvinnslu kúrsinum hjá Hrafni. "Tilreiðari"  eða Tokeniser, skrifaður í Perl. Það er nokkuð skemmtilegt og skrítið forritunarmál. Skilafresturinn var til kl 23:59 og ég skilaði síðustu skránni kl 23:58. Ég gleymdi að við áttum að skila með skipanaskrá sem keyrir upp forritið . . en það rétt slapp undir hurðina áður en kerfið lokaði á mig. Mamma kíkti í heimsókn áðan og ég varð skelfingu lostin og nánast rak hana út. Ég var að hnýta endahnútana 20 mín fyrir skilafrest. There is no time like the last time!
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Old Perl Programmer Haiku

 
Ég fann síðu með "Perl ljóðum". 
Old Perl programmers
never die, they just slowly
iterate away
b
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Google er 10 ára !

 
Hugsa sér hvað tímarnir breytast. Nú er google eitt af því sem er alltaf við hendina og manni finnst ómissandi. Eins og gemsinn. Ég átti ekki gemsa fyrir 10 árum og saknaði þess ekki. En ég man að mig vantaði almennilega leitarvél. Aðrar leitarvélar sem skiluðu mér 100.000 óáhugaverðum niðurstöðum gerðu lítið annað en eyða mínum tíma.
Núna er Wikipedia.org mitt uppáhald og þegar Google skilar mér Wikipedia síðu, þá skoða ég hana fyrst.
Þessi verkfæri og netið verða örugglega jafn stór í sögunni og ritmálið og prentvélin. 1.000x auðveldara að dreifa upplýsingum.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Mótvægi

 
Í Bolungarvík verður farið útí byggingaframkvæmdir þegar fiskverkakonur missa vinnuna.
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Tiltekt

Ég er að keyra mig á bólakaf .. Nám, vinna, kennsla, hlaupaæfingar, sjúkraþjálfun, íbúð, kærasti, messuhópur, stjórn Fram og stjórn FT, foreldrafélag, ferming, bíll, elda, skúra, þvo, peningar..  Þetta er bara OF MIKIÐ. Ég er farin að missa bolta í gólfið. Ég vakna upp um miðja nótt og held ég hafi gleymt að ég ætti að kenna… Núna er ég í tiltekt. Hætt í Semantics í HR, búin að ákveða að selja Safamýri 38, nóg að eiga eina íbúð og búin að segja elsku ofdekraða unglingnum það. (en það var erfiðara en að ákveða að selja)  . .  það er langt í að ég upplifi Zen.
What IS the meaning of life ? 42 ?
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Ég er appelsína..

Your Brain is Orange

Of all the brain types, yours is the quickest.
You are usually thinking a mile a minute, and you could be thinking about anything at all.
Your thoughts are often scattered and random – but they’re also a lot of fun!

You tend to spend a lot of time thinking about esoteric subjects, the meaning of life, and pop culture.

 
Nei, úpps! núna er ég græn .. Sellerí ?
 
 
Your Brain is Green

You are able to see all sides to most problems and are a good problem solver.
You need time to work out your thoughts, but you don’t get stuck in bad thinking patterns.

You tend to spend a lot of time thinking about the future, philosophy, and relationships (both personal and intellectual).

 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Góð stelpa !

 
Erum við ekki alltof stillt ? Vel upp alin og góð og vön því að láta sjá um okkur og ekki hugsa. Treystum því að stóri bróðir (systir?) sjái um okkur og horfum á landsleikinn.  Við höfum brauð og leika og nennum ekki að gera neitt. Ég man þegar þúsundir kvenna gengu niður Skólavörðustíginn þegar þær voru búnar að vinna fyrir sínum daglaunum fyrir kl. þrjú.
Lögreglan fékkst ekki til að loka Lækjargötunni þ.a. ræðuhöldin fóru fram á Ingólfstorgi, þó var deginum ljósara að engin bílaumferð kæmist eftir Lækjargötunni hvort eð er. Hvað ef þetta hefði verið strákaganga? Ég tók þátt með því að rölta niðrí bæ með vinkonum mínum, án þess að mála götuna bleika. Góð stelpa! 
– – –
Ég byrjaði á þessari færslu útaf því að ég er hrædd um að ekkert verði gert í því að brotið er á starfsfólki við Kárahnjúka og víðar.
Gissur Pétursson forstjóra vinnumálastofnunar fór austur og veifaði fingri, úúúú!  AFL fordæmir vinnubrögðin .. Ráðherra boðar eftirlitsátak? Hvað gerir AFL? Það er augljóst að Vinnumálastofnun gerir ekkert, frekar en hingað til. Hvað gera fjölmiðlar? Eru allir svona "góð stelpa!" Það er vitað mál að svona hefur þetta verið árum saman. .. Svo er verið að tala um að við getum ekki gert fríverslunarsamning við Kínverja vegna þess að aðbúnaður verkafólks sé ekki boðlegur þar. Hvað með að laga til hjá okkur?!
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Séð & heyrt vísindagreinar

mbl.is segir frá japanskri rannsókn sem sýni að fólki sem fer snemma á fætur sé hættara við hjartakvillum. Stórmerkilegt! ef það fylgdi ekki sögunni að flestir þeirra sem fóru snemma á fætur hafi verið eldra fólk!!
Mér finnst þetta ferlegt. Í rauninni er verið að af-mennta fólk með því að bera svona bull fyrir það. Áherslan er bara á að búa til fyrirsögn sem vekur áhuga (sérstaklega þeirra sem sofa frameftir). Mogginn er Séð&heirt vísindageirans. http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1289916
 
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

það virkar að sparka

 
Nú er búið að sparka nógu mikið í Vinnumálastofnun þ.a. þeir loksins hundskast til að gera eitthvað í því að verktakafyrirtæki eru með óskráða starfsmenn í vinnu. Þetta hefur viðgengist árum saman. Árum saman … Núna er búið að segja í sjónvarpsfréttum að þeir séu ekki að standa sig. Þá loksins leggja þeir frá sér kaffibollann og standa upp. Kannski hafa þeir leyfi til þess núna þegar það er búið að reisa Kárahnjúkavirkun.
 
Ég er hjá sjúkraþjálfara og í íbúfeni og að verða góð í lærinu. . Í hvern þarf að sparka núna ?
 
b
 
seinna sama dag .. ég skil þetta ekki alveg. Átti ekki að stöðva framkvæmdir kl 11 í morgun!? Ég legg til að forstjóri vinnumálastofnunar verði rekinn.   Kæri félagsmálaráðherra . .
 
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Pasta Carbonara og pólitík

 
Ég sá konu elda pasta Carbonara í sjónvarpinu um daginn og er búin að vera með það á heilanum síðan.  Þvílíkt djúsí og "næringarríkur" réttur. 6 egg, hálfur bolli af parmesan osti og peli af rjóma og svo auðvitað beikon.
 
Ég er búin að kaupa parmesan ostinn á 800 kr!  Hvenær verða tollamúrarnir um landið lækkaðir þ.a. saklausar íslenskar húsmæður geti eldað pastarétt án þess að höggva skarð í VISA kortið?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd