Krabbó klíkan

 
Ég borðaði í gær með stelpunum sem ég vann með í  Krabbó. Ég fékk þá bestu súkkulaðiköku sem ég hefá ævinni bragðað og komst að því að klárar og skemmtilegar konur verða því fyndnari sem þær eru fleiri saman.  umm þessi súkkulaðikaka verður í fermingarveislunni hennar Eydísar (30.mars)
Ég má ekki tala um fiskréttinn, hann var svo mikið leyndó. Ahhh ég hlakka strax til að hitta þær aftur.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skúringar

 
Hafragrautur, kaffi og ananas
 
Ég er búin að velja mér mastersverkefni. "Aðferðir við villuleit í markaðri málheild". Hrafn Loftsson verður leiðbeinandi minn. Þetta er ekki ólíkt því sem ég geri gjarna í vinnunni. Þar heitir það "Data Quality" en ég kalla það skúringar.
Ég las fyrstu greinina í fyrradag og mig LANGAR SVO að prófa að forrita þá aðferð sem lýst er þar. Langar svo .. langar svo ..  mér finnst ég gæti klárað það um helgina og ég er alveg sannfærð um að hún mun skila verulegum árangri. En ég þarf að vinna að RushHour verkefninu hjá Yngva. Forrita í C++, ég kann ekki C++, þetta verður erfið helgi (En ef ég stelst til að forrita villuleitina í perl, ég á hluta af kóðanum sem ég þarf að nota ..  og segi bara engum frá því)
Ég er ekkert skárri en krakkarnir mínir, geri bara það sem mig langar til í stað þess sem ég "ætti" að gera.  Oh well, lífið er gott og hafragrauturinn líka.
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Bleikt og svart

 
Ég mætti 6 ára bekk í vettvangsferð í hverfinu mínu um daginn. Stelpurnar voru allar með bleika eða rauða skólatösku. og í Rauðum úlpum. Allar…með bleika tösku með blóma eða Barbie eða Pony legum myndum.  Strákarnir voru ekki með bláar töskur .. heldur svartar .. með sjóræningja eða hauskúpu eða "vondu-kalla" myndum. Mér finnst þetta vera gjörólíkt því sem var fyrir 10-15 árum þegar krakkarnir mínir voru á þessum aldri. Þá voru 2-3 prinsessur en ekki allur hópurinn. Hvað býr þetta til?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aldrei án Framsóknar

 
Nú er Bingi hættur, þá geta Sjálfstæðismenn hoppað aftur í bólið hjá Framsókn, Óskar er ferskur og fínn. Þjóðin getur ekki verið án Framsóknar í svartasta skammdeginu.
 
Kjartani Magnússyni finnst það eigi að ríkja stöðugleiki í pólitík :]]   það er dásamlegt
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Meiri lætin ..

Loksins láta íslendingar heyra í sér þegar þeim er misboðið. Hver var það sem sagði að ísl. kjósendur væru aldrei á móti stjórnvöldum, þeir væru alltaf .. hikandi. Þeir eru kannski að þroskast. Læra af Frökkum.
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Japanska

Baldur er í útlandinu .. það er greinilega ekki einfalt. Í dag hljómuðu eldvarnarflautur í borginni í 20 mínútur og einhver tilkynning var lesin í sífellu. Hann skildi eitt orð í henni. það var orðið "hætta".  Hann sendi mér vídeó af fjörinu .. mynd útí myrkrið. .með loftvarnarflautum .. Ekki spyrja mig. Ég veit ekki meir.
Fyrstu dagana útí Japan var pabbi hans hjá honum, að sjá til þess að hann kæmist til réttrar borgar og jafnvel með farangurinn líka. Þeir hittu vinkonu Baldurs, hana Sayako, en Pétur kallaði hana alltaf "Psyco" :] Mikill tungumálamaður.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hundrað kallinn

Loksins er eitthvað í fréttum :] og ástæða til að halda úti fréttatíma í fullri lengd. Dagur var borgarstjóri í 100 daga. Hundrað kallinn.
Hugsjónalaust valdabrölt og svo er verið að reyna að fóðra þetta eitthvað eftirá með fallegum orðum og málefnaskrá sem hefur verið samin yfir kaffibolla. Ólafur var ekki einusinni búinn að nefna þetta við Margréti, sem er hans varamaður og hefur setið í borgarstjórn á meðan hann var fjarverandi. Villi hefur boðið honum að tylla sér í stólinn og Ólafur hoppar. Hvað ætli hann fái mikil völd í alvörunni?
Sjálfstæðisflokkurinn pissublautur að hefna ófaranna frá í haust þar sem hann klúðraði ob missti bæði völdin og virðinguna. Dvergarnir hans Villa glottandi og hálf-skömmustulegir á bakvið þá Ólaf á Kjarvalsstöðum áðan. En svo er stærsti brandarinn að Björn Ingi er að reyna að setja upp vandlætingarsvip. Hann kenndi þetta fag!
 
Hver treystir Villa fyrir borgarstjórastólnum eftir allt klúðrið sem hann gerði sig sekan um? Háspenna, bjórkælinn, REI málið og hans eigið fólk sneri baki við honum. Auk þess sem hann sá alla meinbugi á því að fara í samstarf við Ólaf eftir kosningar, þá var hann með stjörnur í augum yfir Birni Inga og sagði hvað sem var til að berja Ólaf frá sér. Orðin sem sögð eru hafa enga merkingu. Hlusta á það sem er á bakvið þau.
 
Margrét hefur heldur betur séð ýmsar hliðar á karlpeningnum í kringum sig. Núna keppast þeir sem styðja nýja meirihlutann að tala um hana eins og svikakvenndi ef hún ekki bakkar Ólaf og Sjálfstæðisflokkinn upp, ef til þess kæmi að hún kæmi inn sem varamanneskja. Hún á að styðja málefni Frjálslynda flokksins! segir Guðjón. Einmitt.
Nú er svo mikið í fréttum að veðurfréttunum var frestað!
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Græni kallinn kemur alltaf aftur

 
Núna þegar markaðskort Glitnis er eldrautt  http://www.glitnir.is/Markadir/Markadskort/
og markaðir Evrópu hafa lækkað um 5% bara í dag  http://finance.yahoo.com/intlindices?e=europe
þá minnir Baldur á að "Græni kallinn kemur alltaf aftur"
 
( Greiningardeildir hvað !  )
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Himneskur dagur

 
Prestur sem syngur vel ! Ég er að hlusta á útsendingu frá Neskirkju og mála herbergið hennar Eydísar. Fermingarbarnið er í messu í Grensáskirkju. Svo fer hún í skírn á eftir hjá litlu frænku sinni Davídsdóttur. Mjög kirkjulegur dagur hjá okkur. Svo er veðrið úti heimneskt. Ég ætla á skíði.
 
b
 
ps. Baldur er á lífi, búinn að kaupa pott og uppþvottabursta
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Það liggur á !

 
Bush says:
Tökum höndum saman og ráðumst á Íran, áður en það er um seinan.
áður en það verður skipt um forseta
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd