Nú þarf þjóðin á forseta sínum að halda. Ég skora á þig að rjúfa þing og skipa hæfa utanþings stjórn til að takast á við þau vandamál sem að steðja.
Stjórnvöld virðast hafa framið landráð af gáleysi og eru á góðri
leið með að glutra niður sjálfstæði þjóðarinnar. Svo mikið er í húfi að við
höfum ekki efni á að sætta okkur við duglausa stjórn.
Nú ríður á að hæft fólk haldi um stjórnartaumana og marki
stefnuna og gefi fólki von og framtíðarsýn.
Þjóðin, sem hefur verið seinþreytt til vandræða, er að verða
brjáluð. Margt „venjulegt fólk“ tók nákvæmlega þannig til orða á
mótmælunum í gær. Þjóðin hefur enga hugmynd um hvað ríkiststjórnin er að gera,
eða hvort hún er að gera nokkuð yfirhöfuð.
Smáskammtalækningar í formi greiðsludreifingar eru ekki málið.
Ætlum við að taka á okkur skuldbindingar sem við getum engan vegin staðið við ?
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hikar við að senda meiri peninga
hingað, þar sem ekki er ljóst hvernig þeim yrði varið. Það er gott. Ég treysti
alls ekki ríkisstjórn og seðlabanka til að ráðstafa þeim gríðarlegu fjármunum á
skynsamlegan hátt.
b
,,hæft fólk", hvar ætli það sé að finna?
Hér er enginn hörgull á góðu fólki sem treystir sér til að taka nauðsynlegar ákvarðanir