Styrkur

 
Ef sjávarútvegur er svona arðsöm og sterk atvinnugrein, hversvegna er hún þá styrkt af ríkinu? Ríkissjóður tekur þátt í að greiða laun í sjávarútvegi í gegnum sjómannaafsláttinn. Ég heyri eiginlega aldrei talað um það. Skrifa bara "hagsmunaaðilar" um sjávarútveg?
 
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

6 Responses to Styrkur

  1. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Sjómannaafsláttur á dag er svipaður og skattaafsláttur af dagpeningum á dag. Það ætti að vera löngu búið að samræma nafngiftir til að losna við þessa umræðu.
     
    Grímur

  2. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Gaman að sjá að þér gefst tími til að blogga við og við.Kv. Óli Ágústar

  3. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    Sjómannaafslátturinn var settur á til að aðstoða útgerðirnar hérna í gamla daga þegar enginn fékkst til að fara á sjó. Varla er honum ætlað að mæta kostnaði við hótelgistingu og uppihald, þar sem sjómenn fá gistingu um borð. Auk þess fá margir aðrir sjómannaafslátt sem aldrei stíga um borð. Ég sé ekki annað en þetta sé hrein niðurgreiðsla á launakostnaði til útgerðarinnar.

  4. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Æ, það er svo margt sem virkar öðruvísi í dag en það átti að gera þegar til þess var stofnað.
    Sjómenn þurfa yfirleitt bæði að borða og sofa á sjónum og borga sjálfir oní sig matinn eftir að vera búnir að borga skatt af þeim peningum. Gistingin er ókeypis en þeir þurfa sjálfir að sjá um afþreyingu, rúmföt, þrif o.þ.h. og bera þann kostnað sem því fylgir.
    Nú standa yfir kjaraviðræður á milli sjómanna og útvegsmanna þar sem útgerðarmenn falast eftir enn meiri þátttöku sjómanna í kaupum á aðföngum fyrir fyrirtækin sem þeir vinna hjá.
    Það er bull að einhverjir fái sjómannaafslátt sem aldrei stigi um borð.
    Hvað skyldu annars margir dagpeningaþegar borga matinn sinn og hótelin sjálfir? Skattaafsláttur á dagpeninga er niðurgreiðsla á launakostnaði opinberra stofnanna og fjármálafyrirtækja!
    En bílastyrkurinn? Það er klassískt dæmi um niðurgreidd laun hjá skrifstofufólki. Ég þekki dæmi um menn sem hjóla allra sinna ferða og fá samt bílastyrk! Þú ættir að sjá sveittann skallann á sumum þegar þeir eru að skálda kostnað á skattskýrsluna sína í febrúar!

  5. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    Það er mikið til í þessu með bílastyrkinn. Þar eru fyrirtækin að borga "ódýr" laun ef launafólk nennir að skálda aksturskýrslu (og þar með að svíkja undan skatti).  Mér skilst að beitningamenn (í landi) fái skattafslátt.  Ég deili ekki á sjómenn, heldur það að því sé haldið fram að sjávarútvegurinn sé ekki ríkisstyrktur, þegar ríkið gefur afslátt af gjöldum.

  6. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Hér er byltingarkennd hugmynd. Hvernig væri að allur "afsláttur" væri lagður niður og allir borguðu sömu prósentu í skatt.

Skildu eftir svar við Birna Hætta við svar