Góð báðum megin

 
Snúa reglulega til að grillast jafnt allan hringinn. Frosin krækiber úr bolla. Bók: Skotgrafarvegur eftir Kari Hotakainen. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2004. Það er ekki tilviljun. Ég lána hana út gegn vægu gjaldi. Í mörg ár lét ég fordóma gagnvart þunglyndislegum finnskum bókmenntum stoppa mig af að taka þessa bók úr hillunni, en núna átti ég ekkert annað ólesið. Nú er sólin farin úr garðinum, kannski nenni ég að gera eitthvað.
 
Stelpurnar unnu stórsigur á Slóvenum 5:0. Svooo glæsilegt !  Tyrkirnir komnir áfram í EM, þeir áttu það skilið eftir frábæran leik gegn Tékkum um daginn. Skemmtilegir.
 
Ég fór út að hjóla í kvöldsólinni og kaupa kjúklingabita í Suðurveri og rústaði gallabuxunum. Er mér ómögulegt að eiga nema einar gallabuxur í einu ?? Það er of mikið vesen að viðhalda fataskápnum.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

3 Responses to Góð báðum megin

  1. Óþekkt's avatar Björgvin skrifar:

    Ég grillaði í kvöld.  Eða gærkvöld núna.  En það var betra ððrum megin.

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    ekkert gjald, ég vil gjarna dreifa gleðinni af góðri bók sem víðast. Kannski skil ég hana eftir á skiptibókahillunni á kaffi Kjós. Þaðan hef ég stolið góðum bókum.

  3. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Það eru einmitt svona fyrirsagnir sem gleðja á góðum degi!!!

Skildu eftir svar við Birna Hætta við svar