Baldur er loksins fundinn og á heimleið. Benedikt úr ísl sendiráðinu í Japan reddaði honum passa og fylgir honum útá flugvöll. Næst lendir hann örugglega í vanræðum á Heathrow, á terminal 5, þarsem allt er í steik og biðröðum og týndum farangri og seinkun á flugi. En hann er þó a.m.k. kominn til Evrópu, næstum heim.
Svo fermist Eydís á morgun. Fermingaræfingin gekk vel í morgun, veislusalurinn er nánast tilbúinn, eitt og annað smávegis eftir .. þetta reddast örugglega :]
b
Elsku Birna
Til hamingju með stelpuna 🙂
kv. Bjagga
takk elsku Bjagga blúndurass :]
Ég var svo hamingjusöm með stelpuna, hún var svo falleg :] og veislan lukkaðist ljómandi vel. Mér fannst svo gaman að ég fann ekki til í fætinum fyrr en daginn eftir.