Veðurfar

 
Æ, ég er ekki frá því að ég finni fyrir heilsufarslegum mótbyr þegar veturinn ætlar að vera svona langur og vindasamur. Nú þyrfti ég að komast á skíði og basla útivið í einn dag.. en heimalærdómurinn kallar.
Stelpan er milli markstanganna í Mosfellsbæ. Núna er það handbolti. Ég get ekki hangið í íþróttahúsi allar helgar. Í mínu ungdæmi voru foreldrar ekkert að skipta sér af íþróttaiðkun krakkanna.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

3 Responses to Veðurfar

  1. Óþekkt's avatar Asta skrifar:

    .. skil þig svoo vel,  þegar fór að snjóa núna eftir hlýindakaflann þá fór önnur augabrúnin aðeins að síga.
    Ég ætla nú samt að reyna að nota góða veðrið í dag og ösla snjóinn niðrí bæ og jafnvel að koma við á heimleið í Safamýrinni og heilsa uppá rauðhærðu kisuna og mömmu hennar 🙂
     

  2. Óþekkt's avatar Margrét skrifar:

    …ekki tala um þetta heilsuleysi…maður fer eina helgi til Barcelóna og kemur til baka hér í allar þessar umhleypingar og heilsan með versta móti…maður var kanski alltof bjartur að fara út að hlaupa á stuttbuxum í 15 stigum…kroppurinn fékk sjokk… 🙂
     
    ….. getur verið  gaman  að eyða helgininni í  að horfa á handbolta þegar út er rok og rigning en ekki veður eins og í dag. 🙂 En þetta var góður dagur fyrir Fjölni….erum búin að gleyma gærdeginum.   Áfram Fjölnir og stolt handbolta mamma.  Magga.
     
     

  3. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Þær eru æðislegar þessar bolta-stelpur :]
    Ég gerðist gáfuð, lét draga mig á skíði og naut sólarinnar í Skálafelli.

Skildu eftir svar við Birna Hætta við svar