Mér líst endemis vel á þetta ár. Ég ætla bara að gera skemmtilega hluti. Meira að segja BV sér framundan tóma fokkings hamingju. Ásta nýtir sér þetta bjartsýniskast hjá mér og er búin að skrá mig á æfingar hjá Hreyfingu kl 6:30 á morgnanna. Hún ætlar að koma mér í form svo ég komist með henni á Kilimanjaro .. þetta fólk drekkur of mikið. Fær allskonar hugmyndir.
Mér skilst að bókin "The Secret" fjalli um að með því að beita hugarorkunni þá stýri maður framvindunni. Ef ég fókusa á Marilyn Monroe..þá verð ég geðveikt sæt, en það er kannski ekki sniðugt, hún er dauð. Ég einblíni frekar á Jóakim Aðalönd til að rétta við fjárhaginn eftir skólasetuna og fasteignabraskið.
$
Árið 2008 er hlaupaár. Ég ætla að hlaupa
hei, við hlaupum þann 29.febrúar, hvernig sem viðrar!
Og ég þarf að lána þér bókina, finnst þú taka þetta aðeins rangt, fyrst er að óska sér, síðan er að ímynda sér og haga sér eftir því eins og draumurinn hafi þegar ræst (ekki eyða samt of miklu) og síðast en ekki síst er það þakklæti fyrir að hafa öðlast það (þó það sé ekki komið) . Og auðvitað að þakka fyrir það sem maður hefur og því meiri kærleikur sem fylgir óskinni, þeim mun öflugri verða skilaboðin.