Baldur er kominn til Japans

Ég sit hérna heima og er búin að naga næstum allar neglurnar. Ég skutlaði Baldri og Pétri útá völl í gærmorgun og loksins fyrir 5 mínútum fékk ég sms. Þeir eru komnir heilu og höldnu á hótel í Japan. Símarnir virka ekki, en hótelið býr yfir neti, en ég sé þá ekki á msn. Fyrsta áfanga er náð. Allir lifandi og meira að segja ég við sæmilega heilsu. Baldur ætlar að setja upp bloggsíðu. "Sleepless í Japan" eða "Made in Japan" eða eitthvað slíkt .. kemur í ljós. Ég set linkinn þá inná síðuna mína. Hann er a.m.k. í heilu lagi. Ég get haldið áfram að narta í laufabrauð og pússla.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Baldur er kominn til Japans

  1. Óþekkt's avatar Hermann skrifar:

    Hæ hæ, frábært að heyra að strákurinn er kominn til lands hinnar rísandi sólar. Vona að allt gangi vel hjá honum skilaðu kveðju þegar þú heyrir frá honum næst. Kv Hermann

Skildu eftir svar við Hermann Hætta við svar