Ég sit hérna heima og er búin að naga næstum allar neglurnar. Ég skutlaði Baldri og Pétri útá völl í gærmorgun og loksins fyrir 5 mínútum fékk ég sms. Þeir eru komnir heilu og höldnu á hótel í Japan. Símarnir virka ekki, en hótelið býr yfir neti, en ég sé þá ekki á msn. Fyrsta áfanga er náð. Allir lifandi og meira að segja ég við sæmilega heilsu. Baldur ætlar að setja upp bloggsíðu. "Sleepless í Japan" eða "Made in Japan" eða eitthvað slíkt .. kemur í ljós. Ég set linkinn þá inná síðuna mína. Hann er a.m.k. í heilu lagi. Ég get haldið áfram að narta í laufabrauð og pússla.
b
Hæ hæ, frábært að heyra að strákurinn er kominn til lands hinnar rísandi sólar. Vona að allt gangi vel hjá honum skilaðu kveðju þegar þú heyrir frá honum næst. Kv Hermann