herra Birna

 
Ég skil það vel að fólk pirri sig yfir innlegginu hennar Steinunnar Valdísar þingkonu.
Hversvegna geta konur ekki heitið ráðherrar. Við erum vön því og gegnsósa af viðhorfum okkar eigin samfélags. En þegar málinu er snúið við og fólk spurt hvort karlráðherrar geti þá ekki eins heitið ráðfrúr eða ráðmaddömur, þá hljómar það ekki eins vel. Getur verið að það sé spælandi að vera kallaður kona, en eigi að vera upphefjandi að vera kölluð karl?
Ég hef heyrt stolta feður segja að stelpan þeirra sé eiginlega stráka-stelpa. Ef þeir segja að strákarnir þeirra séu stelpu-strákar, hvað þýðir það?
 
Annars veit ég ekki hvað ég er að blogga. Ég á að vera að lesa undir próf. En mér finnst ég vaxin uppúr því að taka próf. Ég vil bara læra og tala við lært fólk.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to herra Birna

  1. Óþekkt's avatar Arnór skrifar:

    Þú átt mjög í langt í land með að skilja hvernig karlmenn hugsa. Sama hversu lærð þú ert.

Skildu eftir svar við Arnór Hætta við svar