Skemmtanir

 
Ég verð að skrópa á aðalfundi Fram til að fara í partý með Dorrit. Það á að vígja nýja lækningahúsið við Bláa Lónið. Húsið sem fékk hönnunarverðlaunin í gær. Ég hefði auðvitað getað valið að mæta frekar hjá Fram og drekka kaffi úr plastbolla, en eftir laaanga umhugsun ætla ég frekar í koktail
Þá er eins gott að ég verði dugleg í dag að forrita svo ég hafi tíma til að standa í þessu djammi. Hvort er skemmtilegra að læra eða djamma?   humm.. hæfileg blanda er líklega best, eða eins og Laxnes gaurinn sagði: "fátt er leiðinlegra en vera sífellt að skemmta sér".  Ég veit a.m.k. að ég gæti ekki skemmt mér ef námið væri í klúðri.
Nammi lykt úr eldhúsinu! Appelsínukakan er örugglega tilbúin.
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Skemmtanir

  1. Óþekkt's avatar Wales skrifar:

    Hummm…. ha, kaka, segirðu?

Skildu eftir svar við Wales Hætta við svar