Ég var að horfa á Silfur-Egils áðan. Mikið finnst mér Katrín Jakobs skemmtileg og klár. Ég get varla valið á milli hvort ég vil fá hana eða Svandísi sem formann VG næst. Það fer líklega eftir því hvernig Svandís höndlar Orkuveitu málið. Ef hún lætur Björn Inga komast upp með að labba yfir sig, þá er hún dauð í pólitík.
b
Ég ætla bara rétt að vona að þú munir ekki koma nálægt því vali að velja eftirmann Steingríms J.
Varðandi áfengið, þá er það bara ekki eitt af hlutverkum ríkisins að selja áfengi og gildir þá einu hvort um sterkt eða létt er að ræða. Ríkið getur sett allskonar kvaðir um söluna en á að öðruleiti ekki að koma nálægt þessu. Ef við kæmum á árabát til landsins á morgun sem frumbyggjar, mundum við aldrei ákveða að ríkið sæi um þetta. Síðan finnst mér algjörlega hafa gleymst punkturinn um að fari þetta í matvöruverslanir eða einfaldlega úr höndum ríkisins, þá mundi byggð styrkjast út um land. Hvað halda menn t.d. að margir ferðamenn miði plön sín við að komast í ríkið á Akureyri eða Húsavík og kaupa um leið allar aðrar vörur þar, en ekki td. í Mývatnssveit, þangað sem ferðinni var heitið. Svo skilja menn bara ekkert í því að ekki er hægt að reka matvöruverslun í Mývatnssveit.
Kveðja H.
Það eru litla líkur á að ég velji eftirkonu Steingríms J en þeir Steingrímur og Ögmundur eru orðnir dálítið að skjön við fylgi flokksins. Ég held þeir hafi ekki tekið eftir því sjálfir að ungar konur flykktust að flokknum vegna þess að þar voru svo margar flottar konur sem þær gátu séð sem sína fulltrúa.
Ég held þú hafir ekki lesið það sem ég skrifaði um áfengið .. :]
Frjálshyggjumenn á árabátum er bara ágætis hugmynd.