Vinnuskólinn

 
Í Fréttablaðinu í morgun var smá grein um krakka hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sem saumuðu víkingaföt fyrir einhvern atburð. Voða sæt grein. Á myndinni mátti sjá:
Einn verkstjóra : strák
4 saumakonur : stelpur
Er það m.a. þarna sem krakkarnir læra hvernig vinnumarkaður á að virka ?
Mér finnst það lágmark að "Vinnuskólinn" taki frumkvæðið og kenni krökkunum að brjóstat útúr þessu mynstri. Mér finnst að vinnuskólinn ætti að vera með markvissar aðgerðir til þess að hópstjórar stýrist ekki bara af eigin fordómum og setji strákan óvart á sláttuorfin og stelpurnar í saumaskapinn.
Hvað finnst þér?
 
með sumarkveðju
frú birna
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Vinnuskólinn

  1. Óþekkt's avatar Kiddy skrifar:

    Pirringur og kvartanir

    Ég er að verða eins og "húsmóðir í vesturbænum" hér á staðnum. Ég get endalaust látið það pirra mig hvernig málefnum og rekstri sveitarfélagsins hér er háttað. Nú síðast er það vinnuskólinn en skipulagið á því og upplýsingaflæðið hefur verið til háborinnar skammar. Einhvern veginn er reiknað með því að það berist á milli manna hvort það er vinna og hvar! Ég er samt svo ánægð með að krakkarnir fái vinnu þar sem þau hafa mjög gott af því en það þarf líka að standa rétt að þessu. Ég kvartaði yfir þessu við sveitarstjórann og sendi henni þessar línur. Mig langar til að lýsa yfir óánægju með upplýsingaflæði til unglinga í vinnuskólanum í sumar. Ég lít svo á að samband starfsmanns og vinnuveitenda sé gagnvirkt samband en ekki einhliða og tel að það eigi ekki síður að kenna unglingunum það og að borin sé virðing fyrir þeim sem starfsmönnum eins og ætlast er til að þeir sýni sínum vinnuveitanda og verkstjóra. Upphaflega átti vinnan að vera í 4 vikur en ég hafði heyrt að stundum væri bætt við vikum og þurfti sjálf að afla mér upplýsinga um það þar sem ekki var hringt í son minn til að láta hann vita að áframhald væri á vinnu. Í síðustu viku var hann ekki látinn vita af því að farið yrði út í sveit og verið allan daginn en sumar krakkarnir höfðu "frétt" af þessu úti á götu. Valdimar fór um morguninn með nesti fyrir morgunkaffið en var matarlaus út í sveit til kl fimm um daginn. Í síðustu viku bað ég fyrir skilaboð til verkstjórans að hann kæmist ekki í vinnu fimmtudag og föstudag þar sem við fórum í smá ferðalag og var þá sagt að ekki yrði vinna í þessari viku. Í dag frétti ég svo af því að áframhald hafi verið á vinnu í dag og yrði aftur á morgun og hann ekki látinn vita af því. Mér finnst þessi vinnubrögð vera til háborinnar skammar fyrir sveitarfélagið og vona að þessi kvörtun mín verði til þess að betra skipulag verði á þessu á næsta ári. Enn fremur langar mig til að spyrja að því hvort ekki sé til samþykkt fyrir vinnuskólann þar sem kemur fram tilgangur með vinnuskólanum og markmið en ég hef eingöngu séð blað þar sem koma fram starfsreglur fyrir unglingana? Þetta skrifaði Elín Gróa vinkona mín á sína privat heimasíðu – Love, Kiddý

  2. Óþekkt's avatar Kiddy skrifar:

    Svona er þetta bara (yppi öxlum og veifa frá mér höndunum)!

Skildu eftir svar við Kiddy Hætta við svar