Fjallganga dagsins

 
Nú er meiningin að gera eitthvað alvöru á hverjum degi. Búin að fara nokkrum sinnum á Esjuna og hlaupa hér og þar.
Í kvöld ætlaði ég á Esjuna, en þegar ég loksins dróst frá sjónvarpsskjánum og David Attenborough þá skein sólin ekki lengur á gönguleiðina upp Esjuna þ.a. ég týmdi (nennti) ekki að fara þangað. Þess í stað ókum við uppað Lágafellskirkju og gengum á Lágafell :] það var einmitt nógu lágt fyrir stuðið og stemminguna. Mér hefur alltaf þótt kirkjan falleg og þarna skein kvöldsólin á mjúkan mosann og heimaríkan Tjald. Hér og þar gægðust Þúfusteinbrjótur, Músareyra og Lambagras uppúr mosanum. (ég var að fletta í blómabók)
Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa, mæna uppí himininn og brosa,
hugsa bara þetta; rosa, rosa, rosalega er gott að liggja í mosa. 
                      Þórarinn Eldjárn,  hver annar
En kannast hlustendur við vísu í þessum dúr eftir sama höfund:
það er svo vont að liggja á köldum klaka …..
                      .. svaka, svaka, svakalega er vont að liggja á klaka  ??
Nú er nóg komið. Ég þarf að fara snemma í háttinn til að geta farið út að hlaupa í fyrramálið og bæta fyrir leti kvöldsins. Annars kemst ég aldrei þetta blessaða maraþon í haust.
 
b
 
Já, og stelpurnar unnu Gróttu 3-1 í dag .. þær eru efstar í riðlinum <sjá KSÍ síðuna>   
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

3 Responses to Fjallganga dagsins

  1. Óþekkt's avatar Yngvi skrifar:

    Gæti þetta átt að vera svona:Það er svo vont að liggja á köldum klaka,kalinn í gegn og skjálfa allur og brakaHugsa bara þetta: – Svaka, svaka,svakalega er vont að liggja á klaka.

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Ef ég þekki þig rétt, þá er þetta rétt :]
     

  3. Óþekkt's avatar Yngvi skrifar:

    Ég er ekki alveg viss að því að ég fann þetta á netinu og mér finnst lína tvö frekar klúðursleg með fullt af úrfellingum, ég er svo mikill minimalisti að ég vildi hafa hana "kalinn í gegn og skjálfa og braka."  Ætli ég verði ekki bara að tala við skáldið og láta hann laga þetta.

Skildu eftir svar við Yngvi Hætta við svar