Jæja, ég er búin að kjósa. Best að klára þetta bara, þá get ég farið útúr bænum á laugardaginn, gengið á Esjuna (vá, voða langt útfyrir bæinn) eða hjólað á Þingvelli eins og síðast þegar Solla sæta vann.
Svo fer ég í atvinnuviðtal á morgun .. ef ég fæ þá vinnu, þá fæ ég laun, en mig vantar hugmyndir að masters verkefni, félagsskap, gögn sem gagn er að .. sjáum til.
Mmm… hlakka til að leggja mig við lækinn á laugardag. Verð með viský og bók, svona ef ég skyldi verða andvaka.