endemis arðsemi

 
Bandaríska hagfræðikennslubókin segir:
"Markmið banka er að hámarka hagnað hluthafanna"
Er þetta endilega eini vegurinn og sannleikurinn? Ég man ekki betur en að þegar Valur Valsson var bankastjóri Íslandsbanka sáluga hafi eitt af markmiðunum vissulega verið að skila góðum hagnaði, en líka að þjóna viðskiptavinunum vel og að vera gott fyrirtæki. Bankinn hefði skyldur gagnvart samfélaginu og sínu starfsfólki þó svo það kæmi niður á hagnaðinum. Það eru til fleiri mælikvarðar en hagvöxtur og hagnaður í krónum.
Hvað með t.d. smálánabankann í .. (hugs) er hann í Pakistan ? Þar er aðal markmiðið að hjálpa fólki að brjótast útúr fátækt OG bankinn skilar hagnaði.
 
jæja, halda áfram að lesa ….
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

3 Responses to endemis arðsemi

  1. Óþekkt's avatar Yngvi skrifar:

    Hversu langt nær þetta markmið banka að hámarka hagnað hlutahafa? Á það líka við að hámarka hagnað hluthafana af annari starfsemi? Manni sýnist stundum að bankarnir hér séu notaðir sem vogarafl í braski stærstu eigendanna.

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    já það er rétt, verkfæri í baráttunni um auð og völd
     

  3. Óþekkt's avatar Arnór skrifar:

    Skyldur gagnvart samfélaginu? Er ekki nóg að skila hagnaði? Sem kemur öllum í samfélaginu til góða. Þessi samfélagsábyrð er bara PR stunt. Það að reka fyrirtæki og skila góðum hagnaði er nóg. Þú þarft ekkert að hafa samviskubit yfir því.

Skildu eftir svar við Yngvi Hætta við svar