Ég kenndi minn síðasta dæmatíma í strjálli stærðfræði í morgun – púff!
Við fórum yfir allt prófið frá í fyrra. 3ja tíma próf á 2ur tímum með útskýringum. Röddin er búin (þessvegna skrifa ég núna (raddlaus ergo skrif (ég kann ekki latínu))). Spurning hver lærði mest, ég eða einhver nemendanna. Ég sé að ég slapp vel, mjög vel, frá kennslunni á fyrri önninni.
Núna helga ég mig þjóðhagfræðinni fram að verkefnaskilum á föstudaginn og reyni svo að ljúga mig inná Yngva Bj. með Informed Search Methods og vinn í því um páskana. . . disco ergo sum.
Já, og finna mér einhverja vinnu til að tapa ekki holdum.
b
Ertu þá alveg dæmalaus? Æææææ….þessi var vondur.
Dæmalaust slappur :]
ég mun hefna mín með því að skrifa dæmalaust leiðinlegan pistil um þjóðhagfræðiverkefnið