Je-minn-einasti hvað dr. Guðbjörg Hildur má þola af árásum í kjölfar þess að hún benti á stemminguna á forsíðu Smáralindarbæklingsins. Þetta er gallinn við umræðuna. Persónulegar árásir og stór orð. Auðvitað er þetta ekki klámmynd framan á fermingarheftinu, en hún hefur yfir sér perralegan blæ. Fleiri myndir í bæklingnum eru í sama dúr. Ég set aðallega spurningarmerki við ljósmyndarann. Hvað var hann að hugsa ?
Einhver forystugrein sagði ummæli Guðbjargar móðga stelpuna og fjölskyldu hennar. Eins og stelpan hafi stjórnað myndatökunni.
b
Heyr heyr! Þetta er angi af sama meiði og færði okkur barnafötin sem á stóð 50% angel – 50% bitch eða húfurnar sem báru áletrunina Pornstar. Allt var þetta selt í barnastærðum.
Þetta minnir mig á South Park þáttinn "Stupid Spoiled Whore Video Playset" þar sem smástelpurnar keppast við að líkjast Paris Hilton með stuðningi foreldranna, enda er stelpunum *frjálst* að tolla í tískunni og enginn vill verða að athlægi sökum forpokunnar.
b
Perralegan blæ? Ég bara sé það ekki. Er þetta svona þraut þar sem þú átt sjá eitthvað í myndinni? Svona sex höfrunga eða eitthvað? Hugsanlega perralega höfrunga?