Fréttir !

 
Þegar Eydís var lítil, þá hélt hún að það væri skylda að hlusta á fréttir ..
 
en annars er það svo merkilegt að fréttatíminn er alltaf jafn-langur, þó ekkert sé í fréttum. Hvað með að segja; "Nú verða sagðar fréttir: Í dag er ekkert í fréttum". Eins og tilkynningar frá Vitamálastjórn í gamla daga. Ef allir vitar voru í lagi, þá var engin tilkynning, en það var tilkynnt sérstaklega.
Svo er hægt að nota dauða tímann í að sýna eitthvað skemmtilegt. Mér finnst t.d. að sjónvarpið ætti að verðlauna skemmtilegustu auglýsingarnar með því að sýna þær sem aukaefni, ókeypis.
Auglýsingarnar eru ágætar, (nema kallinn með með stífakrampa munninn að selja hreinsiefni). Auglýsingarnar eru eiginlega stuttmyndir og betri en margar bíómyndir. Ætli það væri ekki hægt að sigra í stuttmyndasamkeppni með auglýsingu?
 
b
 
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

5 Responses to Fréttir !

  1. Óþekkt's avatar Sif skrifar:

    Hæ hæ
    Er ég ekki lengur blogg vinur þinn Birna mín 😦
    Tók eftir því að ég er ekki lengur inni sem blogg vinur þinn ! 
    Kveðja Sif

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Fyrirgefðu elsku Sif, ég var aðeins og dugleg í tiltektinni :]
     
    Ég hef alltaf sagt það, maður á ekki að taka til
     
    b

  3. Óþekkt's avatar Erla skrifar:

    Sæl Birna, Ég hef lengið ætlað að skrifa komment hjá þér. Það er nokkkuð síðan að ég sá að þú ert með tengil á mig, og hef ég nú bætt við tengli á þig hjá mér. Málið er að þar sem þú skrifar á spaces.live er það mér stundum erfitt að skrifa komment. Því hvet ég þig auðvitað eindregið til að blogga á aðgengilegri svæðum, þ.e. með tilliti til kommenta. Mér finnst færslur þínar afar áhugaverðar og reyni að vera dugleg að skoða þær. Kveðja, Erla

  4. Óþekkt's avatar Erla skrifar:

    Í öllum asanum (hvaða asa?) gleymdi ég auðvitað að geta þess hversu góður mér fannst þessi samanburður þinn á fréttatímanum og tilkynningum Vitamálastjórn. Þó viðurkenni ég að ég er forfallinn fréttafíkill og horfi helst á fréttatíma beggja stöðva, ef ég hef tækifæri til. Líklega er ástæða til að vorkenna komandi börnum mínum, sem fá ekki að segja orð í heilan klukkutíma, í stað þess hálftíma sem börn í venjulegum fjölskyldum þurfa að þegja.

  5. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

     
    Takk fyrir elskuleg orð Erla,
     
    Ég er nú bara stolt yfir að þú skulir nenna að lesa það sem ég skrifa.
     
    b

Skildu eftir svar við Birna Hætta við svar