Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Tenerife. Mér sýnist Palli hafa eytt flestöllum myndunum af sjálfum sér. 😀 Hann leit út einsog ég sé fyrir mér Gríska mafíuforingjann sem átti fótboltaliðið sem Palli spilaði einu sinni með. (annaðhvort er myndavélin hans Palla "breikkunar stillingu" eða ég þarf að fara að hlaupa .. )
Merkilegt nokk, þá var ég dugleg að lesa þarna úti og í flugvélinni báðar leiðir. En núna .. hrjáir frestunaráráttan mig öðru fremur. Búin að þvo allar tuskur sem finnast í húsinu og flokka föt í Sorpu og taka til í Eydísar herb. og elda og baka og setja myndirnar inná síðuna og uppfæra módemið og allskonar sem ég hef dregið að gera undanfarnar vikur. Bara til að þurfa ekki að forrita í Java. Ef ég væri ekki svona góð við mig, myndi ég kalla mig tossa.
Ég er ekkert skárri en Baldur, hann er að lesa undir eðlisfræðipróf, og á sama tíma uppfærir hann síðu um Hellsing OVA á Wikipedia.
Best að fara út að hlaupa ..
b
Go go go.. út að hlaupa !
Ég hljóp ekki í dag, en fór þó í hálftíma göngutúr. Mikið átak 🙂
Dugleg!.
Ég hef ekki hlaupið í heila viku. 😦
Það verður vonandi breyting á því í næstu viku.
gleymdi að láta nafnið mitt fylgja.
Magga….hér