Ég verð í þessum kúrsum :
- Upplýstar Leitaraðferðir hjá Yngva, við Pálmi lesum sjálf heima, með aðstoð Sverris, þar sem Yngvi verður útí Kanada.
- Agent-based Modeling & Simulation – mikil forritun skilst mér =:|
- Þjóðhagfræði – ég fékk undanþágu til að taka þennan kúrs, svo ég geti notað gervigreindina til að útrýma fátækt í heiminum (geisp .. )
- Svo kenni ég dæmatíma í Strjálli stærðfræði II hjá Halldóri. (ég þykist vera stærðfræðikennari)
Smá vesen að ég fer í vikuferð til Tenerife á fimmtudaginn. Vesen segi ég.. en það verður æðislegt. Loksins geri ég það sem ég hef alltaf ætlað en aldrei látið verða af. Fer í sól í janúar til að losna við þetta óþolandi skammdegisþunglyndi sem hefur þvælst fyrir mér hálfa ævina.
Ég er komin með meira en nóg af því að tilveran minnki og minnki og breytist í svartan skókassa þar sem er ekkert pláss fyrir mig, hvað þá annað fólk með mér. Alein í svörtum skókassa. Það gengur ekki.
Talandi um Þjóðhagfræði: Ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp Evru, þá verðum við að hætta að borða Cheerios, því það er bannað í ESB.
What’s it gonna be boy ? Evra eða Cheerios ?
b
Velkomin heim!
Vala.