‘007 Gleðilegt ár

 
Núna er árið ‘007  Við verðum að gera eitthvað ævintýralegt við það.
 
Vigdís er búin að plana sitt ár .. :]  mér finnst þetta mjög góð hugmynd hjá henni að skipuleggja árið svona fyrirfram. Ég horfi sjaldan lengra en framað næsta matartíma.
 
Nú er allt að fara í gang. Baldur byrjaði aftur í skólanum í gær og fer í þýskupróf í dag. Krossum fingur fyrir strákinn. Hann er bara búinn að vera duglegur að læra held ég.
Eydís fór í skólann í morgun og ætlar að bjóða í afmælið sitt. Hún varð 13 ára í gær. Orðin táningur stelpudósin. Hún heldur bekkjarafmæli á föstudaginn og fjölskylduafmæli á sunnudaginn. Laugardagurinn fer undir fótboltamót innanhúss. já, einmitt, markmannshanskarnir sem ég ætlaði að kaupa fyrir hana. Baka súkkulaðikökur og tertu eins og ég fékk hjá frú Ingunni 3ja í jólum.
Svo byrjar skólastelpan Birna í skólanum á mánudag. Ég fékk póst frá Yngva yfirkennara, ég fæ að kenna stærðfræði á vorönninni :] það verður gaman. Þá er eins gott að standa sig til að halda þeirri sjálfsímynd að ég geti kennt stærðfræði.  Svo byrja ég skólaárið á því að stinga af til Tenerife! en ég tek lesefni með mér og tölvuna.  Mér var sagt að passa mig á þjófunum á Tenerife!    Ég ætla að teipa tölvuna við vinstra lærið á mér.   Palli er í vinnunni að klára ferðaáætlun 2007 svo að hann komist með í sólina.
 
ég fékk póst .. Berlínarmaraþon verður hlaupið 30.sept   Mig dauðlangar að skrá mig
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

3 Responses to ‘007 Gleðilegt ár

  1. Óþekkt's avatar Wales skrifar:

    Berlin, ja!!  Ich komme gern als Zuschauer mit 🙂
    Vala.

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    Liebe Vala, vielen Dank. Freut mich sehr mit ihr in die schöne Berlin schlafen
     
    b

  3. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Langar að segja sömuleiðis, um gleðilegt ár,og þakka fyrir ánægjulegar heimsóknir og góð orðá heimasíðuna mína. Hafði vonast eftir nýrri myndmeð krullur og flottheit. Hvað um það, gangi þér allt þetta sem er á döfinnihjá þér að óskum.Óli Ágústar

Skildu eftir svar við Unknown Hætta við svar