Brúarhlaup og sund

 
Helsta afrek helgarinnar var að hlaupa hálft maraþon á Selfossi á 2:02. Mér finnst ég alveg vera í formi til að setja persónulegt met í hálfu. (hugsa til Akureyrar eftir 2 vikur, hugsa um 1:50 .. )
Palli lét sig hafa það að fara sitt fyrsta hálfmaraþon. Hann þurfti að vísu að ganga síðasta spölinn, fékk krampa, en kláraði engu að síður.
Ég er á því að það ætti að veita sérstök verðlaun þeim sem sigrast á vegalengd í 1.sinn. Það er persónulegur sigur þegar maður hleypur 10km, hálf-maraþon, maraþon í fyrsta sinn. Ég ætla að prófa að nefna þetta á hlaup.is
Ég ætti eiginlega að ganga með verðlaunapeninginn á mér, þarsem ég er ennþá með strengi.
 
Í sumar hef ég komist á bragðið með að synda í öðrum hverjum polli sem á vegi mínum verður. Í Hvanndölum syntu margir í tjörn (líklega mógröf) sem Trausti frá Bjarnagili hafði vígt og í Héðinsfirði í 2ur tjörnum, enda var veðrið með eindæmum gott og hressandi að skola af sér göngusvitann.
Ég synti í Ástjörn eftir Sigurrósar-tónleikana í Ásbirgi. Það var dásamlegt. Vatnið var milt, veðrið gott og unhverfið fallegt.
Til að kveðja Þórsmörk, synti ég í Krossá, hún var köld.. og grunn.. og straumþung.. og skítug. En ég synti samt, örugglega 3-5 sundtök.
Svo í dag, í blíðunni, synti ég í sjónum í Nauthólsvík. Ég fór aðeins útfyrir línuna, vatnið er kannski 5 gráðum kaldara fyrir utan, en alveg hægt að synda í því. 
 
Minna fór fyrir skólalærdómi ..
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Brúarhlaup og sund

  1. Óþekkt's avatar Wales skrifar:

    Synda í Krossá!  Du er skør, skat!  (Ég læt Þingvallavatn nægja… það er þó hreint.)
     
    Walgerður.

Skildu eftir svar við Wales Hætta við svar