Í skólanum, í skólanum ..

Ég fór í skólann áðan, Háskólann í Reykjavík, spjallaði við Yngva sem verður leiðbeinandinn minn og við völdum saman stundatöflu.
Nú er ég bara í skemmtilegum kúrsum!

þessum:

  • Modeling and verification (ek vélrænar prófanir og sannanir á "réttleika" kerfa).
  • Stöðuvélar og reiknanleiki (ég tók Formleg mál og reiknanleiki hjá Sven, þ.a. ég get sleppt þessum)
  • Aðferðafræði (hvernig setja á upp rannsóknir, skrifa greinar og vinna tölfræðivinnuna)
  • Reinforcement learning (hvernig vélar/kerfi læra af reynslunni, með eða án uppeldis)
Öll kennslan verður í gamla Morgunblaðshúsinu. Kringlunni 1
Ég fæ að kenna dæmatíma, hugsanlega (vonandi) strjála stærðfræði, þ.a. ég fer kannski ekki alveg strax á hausinn og fæ líka felld niður hálf skólagjöld .. Ég sem var komin með kvíða yfir þessu öllu. Núna hlakka ég bara til, þó ég viti auðvitað að námið verður strembið.
Eina önn sæki ég tíma erlendis, t.d. Kanada. Eða rannsóknarvinnu, sjáum til.
 
skólastelpan
 
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Í skólanum, í skólanum ..

  1. Óþekkt's avatar Bjarghildur skrifar:

    Hæ hæ
     
    Gangi þér vel í skólanum…..við sjáumst nú kannski í skólanum, ég tek forritunarmál í dagskóla ásamt Rósu Björg, Kjartani H. og fleirum frá bankanaum. Ég frétti af þér í hlaupinu en fór á mis við þig, hefði viljað hitt á þig ;o).
     
    Sjáumst vonandi fljótlega
    Bjagga

  2. Óþekkt's avatar Birna skrifar:

    Frábært Bjagga, þá sjáumst við á göngunum :]
    Ég heyrði líka í Oddi, hann verður þarna að sveimi og ég hitti Atla í dag, hann verður líka í dagskólanum. Ég mun kenna einhverja dæmatíma, ef þið verðið hjá mér þá lofa ég toppeinkunn ;]

Skildu eftir svar við Birna Hætta við svar