Þórsmörk í sumar

Líklega er kominn tími til að uppfæra plássið ..
 
Mosi
Ég er hætt í elsku bankanum. Kominn tími til, farin að safna mosa. (þessvegna grænn texti)
 
   Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa
   mæna uppí himininn og brosa
   hugsa bara þetta: Rosa, rosa
   rosalega er gott að liggja í mosa
                   – Þórarinn Eldjárn
 
Þórsmörk
Ég verð skálaverja í Langadal í Þórsmörk í sumar.
Búin að æfa mig í 4 daga og selja einum Litháa tjaldstæði. (ég átti enga skiptimynt þ.a. ég seldi honum líka sturtu og far í bæinn). Svo kom hópur af 8.9. og 10. bekkingum og var í 2 nætur. Þetta var mest kaffihúsastemming fyrir mig. Spjallaði við kennarana og hjálpaði þeim að tosa krakkana úr koju. Þeir hjálpuðu mér að flagga.. Vá það er lang-erfiðasta verkið. Enginn smá fáni! Ég (sterka stelpan) átti virkilega fullt í fangi að ná honum upp þó það væri bara smá gola. Ég hélt ég myndi fjúka uppí fjall og hendurnar skulfu þegar ég var loksins búin að festa böndin. (en fáninn sterti ekki jörð!)
Ég er komin með smá æfingu í starfinu. Hita sturturnar, taka vatnið af kerfinu, skúra, flagga og fylla út eyðublöðin (skriffinnskan á nú eftir að verða eitthvað skrautleg) 
 
Kotið
Við skálaverðirnir höfum lítinn sumarbústað fyrir okkur. Alveg yndislegan! Getum tekið gott fólk í gistingu. Ég verð ein þarna fram í miðjan júní, sit í sófanum með ullarteppi, bók, kaffibolla og horfi á kvöldsól á Eyjafjallajökli..
 
Sumarfrí
Ég ætla ekki í sumarfrí, enda er vinnan mín skemmtilegri er frí flestra.(stolið)
 
Sími
Það er best að ná í mig með því að hringja í 893 1191
eða senda sms í 844 4378 (í eigu bankans, en virkar ennþá)
 
b
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Þórsmörk í sumar

  1. Óþekkt's avatar Wales skrifar:

    Nei, nú er ég sár… þú verður sko ekkert ein fram í miðjan júní!  Ég fjölmenni til þín um Hvítasunnuna.

Skildu eftir svar við Wales Hætta við svar