Strætó

Frábær grein í Mogganum eftir Ian Watson í morgun Nýtt kerfi – úrelt skilti um leiðbeiningar með leiðakerfi Strætó (BUS.is)

Hann er algerlega dipló og byrjar á að hrósa Stræto fyrir nýtt leiðarkerfi.

En greinin gengur út á tillögur að endurbættum upplýsingum til farþega. Sérstaklega tímatöfluna sem hangir inní skýlunum. Markmið farþega er að sjá hvaða vagnar fari rétta leið og hvenær þeir væru væntanlegir.

Hans tillögur

  1. Tímakortin séu sérsniðin að hverri biðstöð og sýni hvenær hver einstakur vagn stoppar þar.
  2. Gefa biðstöðunum sérstakt nafn og merkja skýlin.
  3. Setja rauðan depil, "Þú ert hér", á kortið á hverri biðstöð.
  4. Upplýsingar séu einnig á ensku

Auk þess bendir hann á vefsíður með pælingum á uppsetningu á tímatöflum almenningsvagna

www.trg.soton.ac.uk/bpg

www.its.usyd.edu.au/bus_and_coach_themes/BestPractice.pdf.

Einhverntíma vorum við mamma að ræða svipuð mál og sendum póst til bus.is Okkur fannst merkilegt að geta notað Metró kerfi í París/London/Prag vandræðalaust en klóra okkur í höfðinu yfir Strætó.

Í stuttu máli voru okkar tillögur margar í svipuðum dúr og hjá Ian:

  1. Stoppistöðvar séu merktar "Kringlan" "Mjódd" "Grensás"…
  2. Kort með leiðinni sé inní vagninum, með nöfnum stöðva þ.a. farþegar geti fylgst með að þeir séu á réttri leið og hversu langt sé í að þeir eigi að hoppa út
  3. Í skýlum komi fram kl. hvað vagninn er "Hér"

Ekkert svar barst frá www.bus.is  Kannski lenti pósturinn í spam-filter

 

b

Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

2 Responses to Strætó

  1. Óþekkt's avatar Bjarghildur skrifar:

    Frábær og þörf pæling…hversu oft hefur maður ekki spáð í þetta…ég gafst bara upp á STRÆT\’O og hef ekki notað slíkt faratæki í 20 ár, allavega ekki hérlendis. Annars tóks okkur nú bara nokkuð vel að finna út úr stætóleiðum í NY, og sú borg er aðeins stærri en RVK, ikke … ;o)kv. Be

  2. Óþekkt's avatar Unknown skrifar:

    Hi,Do you have used LCDs, used flat screens and secondhand LCDs? Please go here:www.sstar-hk.com(Southern Stars).We are constantly buying re-usable LCD panels and working for LCD recycling.The re-usable panels go through strictly designed process of categorizing, checking, testing, repairing and refurbishing before they are re-used to make remanufactured LCD displays and TV sets.Due to our recent breakthrough in testing and repairing technology of LCD, we can improve the value for your LCD panels.
    Contact Us
    E-mail:sstar@netvigator.com
    website:www.sstar-hk.com[a

Skildu eftir svar við Unknown Hætta við svar