Pétur ætlar með krakkana til London um helgina, þau verða í viku.
Hvað ætti ég að gera um helgina ? þar sem "gera" inniheldur
* úti
* hreyfingu
* útfyrir bæinn
Vala stingur uppá að hjóla Nesjavallaleiðina á Þingvöll og svo heiðina heim.
Hvað með að gista á Þingvöllum? Eða er það glatað, farangur og vesen?
Mig vantar afsökun til að sofa í sæta göngutjaldinu mínu.
Svo er auðvitað Fimmvörðu hálsinn eftir. (Er hann ekkert að verða þreyttur?)
Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara hálsinn 28.maí, en þá var rútan
ekki farin að ganga en skálarnir samt uppteknir þ.a. það gekk ekki upp.
Svo er ég pínulítið búin að fá nóg af Austurleið í bili eftir rútupartýið þegar
við fórum í Mörkina um daginn. Þeim tekst oftast að pirra mig með skorti á
skipulagi og flutningi á milli rúta og yfirbókunum og nú síðast :
"Nei, ekki farið í Bása í dag. Við seljum ekki miða í Bása, bara Húsadal ! "
Hvað segið þið? (a) hjóla á Þingvöll (b) ganga Fimmvörðuháls eða (c) eitthvað allt annað
b
Beggó vill fara 5vh á föstudegi og ganga til baka á sunnudegi
Vala vill líka
og ég líka
Ég gæti nú mælt með einhverju öðru 🙂 En það er ekki sanngjarnt…. 5vh. hljómar samt geðveikt skemmtilega.