Í Mörkinni með Austurleið

Jæja, ég er komin úr Mörkinni, Beggó varð eftir.
Okkur Eydísi var ekki til setunnar boðið, ég þegar búin að skrópa 1 dag í vinnu og hún að keppa í fótbolta á Gullmótinu í Smáranum. ( Upp kantinn !! Rífð’ af ‘enni boltann !! áfram Fram !!! og taka þetta svo stelpur ! )
Frábært, margar rútuferðir í Mörkina
 
þriðjudagur: Rúta í Húsadal, "Nei, því miður þið komist ekki í Bása, það er ófært"
   What !!!!! Hvað hefur nokkur maður að gera í Húsadal ? Rok, rútustopp og tún
   Við tjölduðum aðeins ofar í dalnum, ekkert vatn, ekkert borð, en skjól fyrir gjólunni.
 
Miðvikudagur: Taka tjaldið saman. Rúta í Bása, ohhhh, yndislegt. Pláss í "okkar rjóðri" og krakkarnir fundu fjársjóðinn frá í fyrra, grilluðum og kveiktum bál við lækinn. Krakkarnir sváfu úti undir beru lofti og ég kláraði bókina sem ég var að lesa.
"Fólkið í kjallaranum" eftir Auði Jónsdóttur. http://edda.is/net/products.aspx?pid=1139
 
Fimmtudagur: Ótrúlega gott veður ! Pökkuðum dótinu okkar Eydísar í rútuna og gengum yfir í Húsadal. Við príluðum uppí Snorraríki eins og lög gera ráð fyrir og svo fengum við Eydís okkur vöfflu og tókum rútuna í bæinn.
 
Beggó (útilegumaðurinn) er enn í Mörkinni ásamt Ernu og Fannari, þau finnast í eftirleitum.
Óþekkt's avatar

About birnabirna

Mostly harmless
Þessi færsla var birt þann Uncategorized. Bókamerkið varanlega slóð.

1 Response to Í Mörkinni með Austurleið

  1. Óþekkt's avatar Bjarghildur skrifar:

    Hæ HæÆðislegar myndir úr mörkinni, ég fékk sting í magann að sjá Eydísi við lónið…ég verð að far að skella mér í mörkina sem fyrst. Jæja ég verð að drífa mig til keflavíkur svo að ég missi nú ekki af vélinni…hafið það gott..Bestu kveðjurBjagga í Boston ;o)

Skildu eftir svar við Bjarghildur Hætta við svar