Aðgerðir

 
Jæja, það er komin dagsetning á krossbands aðgerðina mína. 3.október og ég hlakka til.  Sveinbjörn Brandsson sker steikina. Þá verð ég aftur slösuð og get hvorki vaskað upp né unnið. Ansans, eins og ég er að verða sterk.  þurka rykið af hækjunum.
Undanfarnar vikur hefur verið heilmikil aðgerð að gera afkvæmin að matvinnungum í sumar. Það er í höfn. Baldur verður skjalavörður í Glitni, byrjar á morgun. Hann var í atvinnuviðtalinu spurður hvort hann væri skipulagður. Það er bara til eitt svar við því "Nei". Hann fékk vinnuna út á fríðleikan.
 
Eydís verður í blaðaútburði og unglingavinnunni, en líklega aðallega í fótboltanum. Það er meiri aðgerðin að halda úti þessu stelpnaliði. Hrikalega spennandi leikur rétt áðan .. 3-3 á móti Þrótti R. Elva skoraði þrennu, Íris meiddist, dómarinn dæmdi ekki eitt víti og Áslaug þrusaði í fangið á markverðinum í öðru víti. Þetta var agalegt.
 
En jæja, æfingar á morgun og vinna og skóli.   Lífið er saltfiskur.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hvað er að ..

 
Hvað er að þessari setningu "Maður keyrði yfir konu" ?
 
Svarið er .. Hvað var hann að gera á bílnum inní eldhúsi ??
 
   Sonar-ómyndin er að reyna fyrir sér sem karlremba
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

I think I can dance ..

Auður var orðin þreytt á að heyra það að ég væri slösuð og sendi mér þetta
 
 

  b

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hlaup

 
ég þvoði Birnu-kjólinn minn áðan, og strekkti vel á öllum saumum áður en ég hengdi hann upp. Því á meðan ég er ekki að hlaupa, má hann ekki hlaupa.
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

sms

 
Ég fékk tómt sms áðan. Kannski var einhver að reyna að kjósa mig í Eurovision.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

gangur

 
Ég gekk á Esjuna í dag, sem teljast góðar fréttir af krossbandinu mínu. Ég fór að vísu bara uppað fyrsta merkinu (1) sem sagt ekki einu sinni uppað stiga, en þetta er byrjunin. Linda, sjúkraþjálfarinn minn, er eins og dömubindi, veitir mér fullkomna öryggistilfinningu. Ég hlakka til að verða sterk aftur og hlýði Lindu í einu og öllu.
 
Í morgun lauk ég við að lesa Minnisbók eftir Sigurð Pálsson. Ég hengdi haus af söknuði þegar hún kláraðist, mér fannst vinur minn hafa flutt til útlanda, ekkert meira skemmtilegt kvöldspjall. Mig langaði svo til að þakka Sigurði fyrir bókina.
Svo áðan, sá ég hann á göngu niðrí bæ og gat ekki á mér setið að þakka honum notalega samveru undanfarin kvöld. Hann tók því vel. Nú get ég byrjað á næstu bók, búin að kveðja þessa.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skyr.is

 
Mér finnst það alvarlegt áfall fyrir markaðsdeild Mjólkursamsölunnar og mennastofnanir landsins að engir mótmælendur köstuðu skyri.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

bleikt

 
Tilvitnun í bleika hluta Fréttablaðsins
"áfengisneysla flýtir fyrir Alzheimer, sem hljóta að teljast góðar fréttir fyrir þá sem drekka til að gleyma"
 – Hafliði Helgason
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Me

 
Ég fann dásamlega mynd á Alnetinu í dag. Myndin er eftir Victory Rose og táknar allt, allt sem máli skiptir. Ég þekki minn eigin augnsvip, Þrjóskan, blámi hafsins, sumarið, sjórinn, íslensk pólitík, landið, sjálfstæðið, þjóðin rúin inn að skinni horfist í augu við framtíðina.
 
 
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Stelpan fermd og strákurinn fundinn !

 
Elsku stelpan fermdist .. og hún var svo falleg. Athöfnin í krikjunni var notaleg og skemmtileg. Eydís reyndi að ljúga í alla sem ekki mættu í kirkju að hún hefði dottið :] kannski vildi hún meira stuð. Minna disco, meira pönk.  Veislan var haldin í húsi Skógræktarfélgas Reykjavíkur við Elliðaárvatn. Salurinn var eins og miðalda kastali, hlaðnir veggir sem pabbi hans Einars Ben. lét hlaða. Talsvert flott. Sveitalegt fyrir mig plebbann. Töff fyrir Eydísi, súpergelluna.
Við hlupum heim að setja síðustu kökurnar á disk og safna saman kökuhnífum, ausum og rjómakönnum. Gestirnir voru væntanlegir í salinn efitr klst og ég fann hvergi bíllyklana!  hvorugan!  Stelpurnar sem ætluðu að hjálpa til biður fyrir utan salinn og ég haltraði um allt hún leitandi að lyklunum, hellti úr töskunni minni á stofugólfið, peningar, augndropar, tyggjó, gloss, minismiðar, bækur, skoppuðu um allt gólf. Þetta var smá pönk.  Lokst gafst ég upp og hringdi í Pétur og bað hann um að koma í hvelli og skutla okkur uppeftir.  Þegar ég setti síðustu hlutina yfir í hans bíl, fann ég báða lyklana undir kökudisk í aftursætinu. Þá hafði ég verið svo hrædd um að týna þeim að ég hélt á þeim *báðum* í hendinni. Gáfað.. 
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem komu í veisluna. Það var svo gaman að hitta alla og fagna því saman að Eydís mín er að vaxa úr grasi og hefur lukkast svona vel. Ég á nokkrar myndir, mun von bráðar velja nokkrar til birtingar.
 
Á meðan á öllu þessu gekk, vonuðum við að Baldur væri á leið til landsins.  Við vissum að honum hefði verið skutlað útá flugvöll í Tokyo, en ekki hvort hann hefði farið um borð og alls ekki hvort hann hefði komist í gegnum ringlureiðina á Heatrow 5.  Uppá von og óvon, skutlaði Yngvi okkur fermingarbarninu til Keflavíkur undir miðnætti. Þar biðum við og reyndum að reikna út hvað Baldur gæti tekið langan tíma í að kaupa sælgæti í fríhöfninni.  Feita hnéð mitt gafst upp um leið og tækifæri gafst. Ég beið stráksins í hjólastól, alveg búin eftir daginn. Svo birtist hann .. almáttugur hvað við vorum fegin, líka sko Baldur, mjög fegin.
Eftir að ég heyrði ferðasöguna, skil ég ekki hvernig hann fór að því að komast heim. Hann var nærri búinn að missa af báðum vélunum. En hann er kominn heim, elsku kallinn.
 
Síðan þá hafa engisprettufaraldrar af fyndnum unglingum herjað á heimilið. Afgangurinn af fermingarveislunni var fljótt uppétinn. Ég var næstum búin að gleyma hvað það gengur mikið á í kringum þennan strák :]   
 
$ € £ ¥   hljómar þetta ekki eins og blótsyrði? Ég var að senda föðurnum yfirlit yfir kostnaðinn við hvorutveggja Japansdvölinn og fermingunni. Ekki alveg það skemmtilegasta að ræða fjármál við þann bæjarhluta.    .. en það þarf að gera fleira en gott þykir.
 
b
 
Einn kolsvartur ..
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir