.. og til baka

..ég ætlaði alltaf að klára ferðasöguna yfir Fimmvörðuhálsinn.
 
13:30 En það er svo sem ekki frá mörgu að segja, þetta var svipað, nema í hina áttina. Nú var Beggó með (og við gengum hraðar).
 
15:30 Við hittum Gvend Trausta og Þebu á Morinsheiði ! Það var óvænt. Ég þekkti Gvend ekki strax, því í minningunni er hann um tvítugt og hrekkjóttur. Hann er ekki lengur tvítugur. Þau svindluðu og óku uppeftir.
 
18:00 Annars var þetta sama góða veðrið, léttari byrðar, þreyttari fætur og Fúkki nálgast andsk. ekkert sama hvað maður skröltir áfram. Það var dálítill strekkingur milli jöklanna og við bruddum sandinn og fengum ryk í augun.
Við stoppuðum ekkert í Fúkka, þar var bara rok og fullt af fólki með legghlífar. (pælið í þessum Baldvin sem á að heita að skálinn heiti eftir ..)
 
20:30 Kvöldsólin skein á síðasta áningarstaðnum á Skógarheiðinni þar sem við gæddum okkur á hjónabandssælu sem Beggó bakaði og bjórnum hennar Völu. Hún bauð uppá 3 mism tegundir. (hún var þó ekki með ananas.. held ég).
 
22:00 Eyrún tók farangurinn okkar með sér að Seljalandsfossi (takk Eyrún) þ.a. við þurftum ekkert að styrkja Austurleið. Það var gaman. Svo ókum við á honum gamla-Rauð beint í suddann í bænum.
 
b
 
ég sá svo kátar myndir um daginn að þó ég reyndi að vera kúl og cynical þá gat ég ekki annað en flissað þegar ég sá þær. (já, bleikt passar akkúrat) vesgú:
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Hálsinn í brakandi blíðu, báðar leiðir !

Úff’ alveg úrvinda eftir 2 sólardaga í röð..
 
Við Vala lögðum á Fimmvörðuhálsinn á laugardaginn.
Í þetta sinn vorum við búnar að ákveða að ganga fram og til baka, en ekki bara tala um það. Tókum af stað í þoku, en henni létti fljótlega. Glampandi sól og blíða alla leið. Ég hef séð ýmislegt á hálsinum, en aldrei áður svona gott veður !
 
Við hittum Huldu, Þröst og Sif með miklar matar og sælgætisbirgðir við Fúkka.
Sif stóð sig eins og hetja. Bar mestallan matinn fyrir foreldra sína.
Þau eru aðeins farin að reskjast og þurfa að spara sig fyrir brúðkaupið í águst.
(by the way, þau eru með gjafalista hjá Svefn&heilsa Listhúsinu, vilja heilsurúm, hróin)
 
Helstu millitímar :
  12:20 Brottför frá Skógum
  15:30 Brú   (hálftíma stopp á grasbala nokkru áður)
  16:40 Fúkki  (alveg 50 mín stopp)
  19:50 Morinsheiði
  21:30 Básar (doldið lengi í restina)
            þ.a. þetta voru ca 9 tímar. Það er allt í lagi
 
Ég á sönnunargögn fram að Fúkka, svo varð myndavélin batteríslaus. En ég fór yfir! Það eru vitni.
 
Í Básum byrjaði ég á að tjalda elsku fallega, tæknilega göngutjaldinu mínu.  Fór í jökulkalda sturtu fyrir nóttina og borðaði grillaðan kjúkling. Ummm, takk fyrir kjúklinginn, hann hvarf uppí mig á augabragði. Ég var þreytt og köld eftir sturtuna og þetta var einmitt það sem ég þurfti. Ég náði því ekki að klára bjórinn áður en ég skreið í poka og sveif inní draumalandið.. Z zzz.  Vala kom svo og svaf hjá mér, hún er góður bólfélagi.
 
Gaurarnir í næsta tjaldi, Sothfork, ákváðu kl 1 um nóttina að pakka saman og fara í partý í bænum. Þeim reiknaðist til að þeir yrðu ekki nema svona klukkutíma í bæinn á jöfnum 140 km meðalhraða. Þá voru þeir enn að rífast um hvor væri JR og hvor væri Bobby. Þeim tókst ekki að selja tjaldið.
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

hvað skal gera ?

 
Pétur ætlar með krakkana til London um helgina, þau verða í viku.
Hvað ætti ég að gera um helgina ? þar sem "gera" inniheldur
     * úti
     * hreyfingu
     * útfyrir bæinn
 
Vala stingur uppá að hjóla Nesjavallaleiðina á Þingvöll og svo heiðina heim.
Hvað með að gista á Þingvöllum? Eða er það glatað, farangur og vesen?
Mig vantar afsökun til að sofa í sæta göngutjaldinu mínu.
 
Svo er auðvitað Fimmvörðu hálsinn eftir. (Er hann ekkert að verða þreyttur?)
Við gerðum heiðarlega tilraun til að fara hálsinn 28.maí, en þá var rútan
ekki farin að ganga en skálarnir samt uppteknir þ.a. það gekk ekki upp.
Svo er ég pínulítið búin að fá nóg af Austurleið í bili eftir rútupartýið þegar
við fórum í Mörkina um daginn. Þeim tekst oftast að pirra mig með skorti á
skipulagi og flutningi á milli rúta og yfirbókunum og nú síðast :
"Nei, ekki farið í Bása í dag. Við seljum ekki miða í Bása, bara Húsadal ! "
 
Hvað segið þið? (a) hjóla á Þingvöll  (b) ganga Fimmvörðuháls eða (c) eitthvað allt annað
 
b
 
Beggó vill fara 5vh á föstudegi og ganga til baka á sunnudegi
Vala vill líka
og ég líka
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

án þess að æla ..

 
Víí !  Ég fór á bæði bootCamp og karateæfingu í dag, án þess að æla !
 
Veðrið er dásamlegt. Ég er farin "út" að borða
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Í Mörkinni með Austurleið

Jæja, ég er komin úr Mörkinni, Beggó varð eftir.
Okkur Eydísi var ekki til setunnar boðið, ég þegar búin að skrópa 1 dag í vinnu og hún að keppa í fótbolta á Gullmótinu í Smáranum. ( Upp kantinn !! Rífð’ af ‘enni boltann !! áfram Fram !!! og taka þetta svo stelpur ! )
Frábært, margar rútuferðir í Mörkina
 
þriðjudagur: Rúta í Húsadal, "Nei, því miður þið komist ekki í Bása, það er ófært"
   What !!!!! Hvað hefur nokkur maður að gera í Húsadal ? Rok, rútustopp og tún
   Við tjölduðum aðeins ofar í dalnum, ekkert vatn, ekkert borð, en skjól fyrir gjólunni.
 
Miðvikudagur: Taka tjaldið saman. Rúta í Bása, ohhhh, yndislegt. Pláss í "okkar rjóðri" og krakkarnir fundu fjársjóðinn frá í fyrra, grilluðum og kveiktum bál við lækinn. Krakkarnir sváfu úti undir beru lofti og ég kláraði bókina sem ég var að lesa.
"Fólkið í kjallaranum" eftir Auði Jónsdóttur. http://edda.is/net/products.aspx?pid=1139
 
Fimmtudagur: Ótrúlega gott veður ! Pökkuðum dótinu okkar Eydísar í rútuna og gengum yfir í Húsadal. Við príluðum uppí Snorraríki eins og lög gera ráð fyrir og svo fengum við Eydís okkur vöfflu og tókum rútuna í bæinn.
 
Beggó (útilegumaðurinn) er enn í Mörkinni ásamt Ernu og Fannari, þau finnast í eftirleitum.
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

búin að pakka ..

Jæja, búin að pakka fyrir Mörkina. Alltaf jafn ótrúlega mikið af dóti og mat og breytir nánast engu hvort við erum í lengri eða skemmri tíma. Að þessu sinni er það skemmri tími. Fótbolti / vinna ..
Nú á ég bara aaaðeins eftir að klára smá í vinnunni áður en ég er góð. Þetta er ávani, að vinna alltaf nóttina áður en ég fer í frí. Eins og að mæta 5 mín of seint í karate. Bara ávani.
Beggó ætlar að lesa með mér fjallabókina, búa til tékklista. Við erum sammála um að Birnudalstindur sé eiginlega möst.
Ohhh, ég hlakka til að sofa í tjaldinu mínu  !
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

hurð

Ég er búin með hurðina hans Baldurs !
sem er sögulegt. Þetta er eitthvað sem ég ætlaði að gera í fyrra.
 
Hei, ég var að fatta að mig vantar fjallgöngu í sumarskipulagið !
Hvernig er það hægt ??
 
 * Finna fjall
 * Finna félaga
 * Finna frían tíma  
… fer heim og les Íslensk fjöll: Gönguleiðir á 151 tind   eftir Ara Trausta
 
sólong
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Boot Camp

Jæja, nú á að bæta fyrir letina í sumar og taka vel á því.
Mætti í Boot cAmp http://www.bootcamp.is/ sammen med Netþróun og fleirum úr deildinni.
Klukkutíma stöðvaþjálfun hvar við kýldum í púða í 20 mín. Ég var svo þreytt í handleggjunum eftir það að þegar kom að armbeygjunum (minni sérgrein) tók ég 5 !! eingögnu á viljanum.
Það er gaman að þessu, pína sig aðeins.
Svo fór ég heim og hvíldi þar til Baldur kom og rak mig af stað í karateæfingu.
Það beið Viktor okkar og setti upp sjálfsvarnar æfingu, með enn fleiri kýlingum. Þetta venst svo sem ágætlega. Ég er ágæt í dag, spurning hvernig ég verð á morgun =8-|
ég ætla að skrópa í Boot cAmp í hádeginu. Fer frekar heim að elda ofaní krakkana (og draga þau frá skjá 1 og tölvunni ). Svo er það þessi vinna…
Ég þyrfti algerlga að vera í fríi núna. Langar bara til að klára að mála eldhúsið og lakka hurðina hans Baldurs og vinna í garðinum.
Sjálfsagi fjallar um að gera það sem þarf þegar maður nennir því ekki.
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Bæði börnin koma í dag !

Eydís kemur frá Ástjörn í dag !
 
Mikið hlakka ég til að sjá stelpuna aftur. Svo fer hún beint til Selfoss til að keppa í fótbolta, þá get ég klárað að ganga fra í stofunni eftir málningavinnuna á meðan, svo allt sé nú fínt fyrir hana.
Já, og setja upp nýtt fyrir gluggann hennar.
(og mæta í BootCamp og karate =:-o )
 
Pétur fór til USA í morgun þ.a. Baldur verður hjá mér í viku. Frábært !
Sakna alltaf þessa stráks. Ég er að verða búin að gera upp hurðina fyrir herbergið hans. Klára það á morgun og get þá sett hana upp eftir helgi, þegar lakk lyktin er gufuð upp.
 
Þetta er eins og task listi ! Málningarvinna fyrir krakka.
 
Ég er ástfangin af kokkinum hérna :
Í dag, 30. júní 2005
Steiktar kjötbollur með kartöflumús, rauðkáli, baunum og brúnni sósu. – Berlínarbollur og ís
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Your home is where your computer is

Jæja, nú erum við loksins búin að hertaka gamla lánaeftirlitið. Þetta er langbesti hluti hæðarinnar.

Nú er spurningin hvort Oddur muni taka til og henda draslinu frá því við fluttum þegar við sameinuðumst FBA árið 2000. (Ég ætti kannski að geyma það að skrifa um drasl þartil ég er búin að koma mér almennilega fyrir 0:-]

Ferlegt að vera ekki ljóshærð, þá hefði ég hiklaust látið strákana skríða undir borð og tengja fyrir mig vélina.

Birt í Computers and Internet | Færðu inn athugasemd