..ég ætlaði alltaf að klára ferðasöguna yfir Fimmvörðuhálsinn.
13:30 En það er svo sem ekki frá mörgu að segja, þetta var svipað, nema í hina áttina. Nú var Beggó með (og við gengum hraðar).
15:30 Við hittum Gvend Trausta og Þebu á Morinsheiði ! Það var óvænt. Ég þekkti Gvend ekki strax, því í minningunni er hann um tvítugt og hrekkjóttur. Hann er ekki lengur tvítugur. Þau svindluðu og óku uppeftir.
18:00 Annars var þetta sama góða veðrið, léttari byrðar, þreyttari fætur og Fúkki nálgast andsk. ekkert sama hvað maður skröltir áfram. Það var dálítill strekkingur milli jöklanna og við bruddum sandinn og fengum ryk í augun.
Við stoppuðum ekkert í Fúkka, þar var bara rok og fullt af fólki með legghlífar. (pælið í þessum Baldvin sem á að heita að skálinn heiti eftir ..)
20:30 Kvöldsólin skein á síðasta áningarstaðnum á Skógarheiðinni þar sem við gæddum okkur á hjónabandssælu sem Beggó bakaði og bjórnum hennar Völu. Hún bauð uppá 3 mism tegundir. (hún var þó ekki með ananas.. held ég).
22:00 Eyrún tók farangurinn okkar með sér að Seljalandsfossi (takk Eyrún) þ.a. við þurftum ekkert að styrkja Austurleið. Það var gaman. Svo ókum við á honum gamla-Rauð beint í suddann í bænum.
b
ég sá svo kátar myndir um daginn að þó ég reyndi að vera kúl og cynical þá gat ég ekki annað en flissað þegar ég sá þær. (já, bleikt passar akkúrat) vesgú: