London maraþon

I’m on for the London maraþon 23. apríl 2006 .. just before I turn 40 !
Now there are 7 months 15 days 21 hours and 49 minutes until the race
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Strætó

Frábær grein í Mogganum eftir Ian Watson í morgun Nýtt kerfi – úrelt skilti um leiðbeiningar með leiðakerfi Strætó (BUS.is)

Hann er algerlega dipló og byrjar á að hrósa Stræto fyrir nýtt leiðarkerfi.

En greinin gengur út á tillögur að endurbættum upplýsingum til farþega. Sérstaklega tímatöfluna sem hangir inní skýlunum. Markmið farþega er að sjá hvaða vagnar fari rétta leið og hvenær þeir væru væntanlegir.

Hans tillögur

  1. Tímakortin séu sérsniðin að hverri biðstöð og sýni hvenær hver einstakur vagn stoppar þar.
  2. Gefa biðstöðunum sérstakt nafn og merkja skýlin.
  3. Setja rauðan depil, "Þú ert hér", á kortið á hverri biðstöð.
  4. Upplýsingar séu einnig á ensku

Auk þess bendir hann á vefsíður með pælingum á uppsetningu á tímatöflum almenningsvagna

www.trg.soton.ac.uk/bpg

www.its.usyd.edu.au/bus_and_coach_themes/BestPractice.pdf.

Einhverntíma vorum við mamma að ræða svipuð mál og sendum póst til bus.is Okkur fannst merkilegt að geta notað Metró kerfi í París/London/Prag vandræðalaust en klóra okkur í höfðinu yfir Strætó.

Í stuttu máli voru okkar tillögur margar í svipuðum dúr og hjá Ian:

  1. Stoppistöðvar séu merktar "Kringlan" "Mjódd" "Grensás"…
  2. Kort með leiðinni sé inní vagninum, með nöfnum stöðva þ.a. farþegar geti fylgst með að þeir séu á réttri leið og hversu langt sé í að þeir eigi að hoppa út
  3. Í skýlum komi fram kl. hvað vagninn er "Hér"

Ekkert svar barst frá www.bus.is  Kannski lenti pósturinn í spam-filter

 

b

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

BootCampið er byrjað aftur

Við Ásta og Rósa tókum á því kl 6:30 í morgun

Nú er um að gera að borða, þar til við fáum við matarprógram…

Karategráðunin er í kvöld, ég fæ líklega ekki að taka þátt 😦   ég er með ca. 15% mætingu eftir sumarið

En þið hin.. gangi ykkur vel. Ég næ ykkur bráðum

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Gæsamyndirnar af Huldu eru komnar inn ..

sjá: Hulda gæs
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Átta ár frá andláti Díönu prinsessu

Þegar ég frétti af því að Díana hefði látist í bílslysi vorum við Beggó að koma frá Þórmörk eftir að hafa gengið Laugaveginn á einum degi.

Pétur sótti okkur á rútuna og sagði okkur frá þessu. Algert áfall.

 

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Sin city

Á einhver eftir að fara á Sin City? Mig langar í bíó í kvöld

 
Skólaljóðin – Eydís er að læra heima ..
 
Ef ég ætti að drekkja öllu, sem ég vil,
þyrfti ég að þekkja þúsund faðma hyl. –
Og ef ég ætti að skrifa allt, sem fann ég til,
þyrfti ég að lifa, lengur en ég vil.
 
( Ef – eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti)
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Hulda og Þröstur eru hjón, kyssast uppá títuprjón ..

Hulda og Þröstur gengu í hjónaband á laugardaginn í sól og blíðu. Svei með þá ef þetta var ekki einn fallegasti dagur sumarsins, alveg í stíl við þau. Þau voru stórglæsileg.
 
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

jákvæð !

Two atoms were walking down the road and collided into each other.
"Are you all right?" one of them said to the other.
"No, I lost an electron," the other one yelled.
"Are you sure?"
"Yes, I´m positive!"
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Köben

já, þá er það komið á hreint. Við Eydís förum til Köben á morgun, laugardag.
 
Ég klúðraði bókuninni á miðunum þ.a. verðið hækkaði um 36 þúsund !! og gat ekki lagað það á netinu. Elskuleg rödd á skrifstofu icelandexpress  reddaði þessu fyrir mig. Það á ekki að hleypa fólki eins og mér inná vefsíður. Ég ýti á alla takka sem ég sé.
 
Þetta er nú búið að vera þvílíkur skortur á skipulagsleysi !
Við ætluðum fyrst í byrjun vikunnar, strax eftir pæjumótið á Sigló, en þá átti Eydís að keppa í Vestmannaeyjum en þeim leik var reynar frestað ! og Baldur sem hélt að skólinn byrjaði á mánudag þurfti að mæta á skólasetningu www.hradbraut.is í gær. Toppskipulag.
 
En semsagt, ég er búin að kaupa miðana. Baldur kemur ekki með, sem er .. sparnaður :> Búin að segja Önnu frá ferðaplaninu, sem er framför frá því ég heimsótti hana síðast.
 
og nú er allt jolly og ég verð útí garði í dag að lakka pallinn og reita arfa og sötra kaffi.  k a a a f f i i i  (með slefandi Homer Simpson rödd)
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Fjúff ..!

 
Við skiluðum, á miðvikudaginn, af okkur stórum áfanga í þessu endemis Basl verkefni. Afraksturinn nokkrar tölur á blaði, doesn’t look like much, en dugði til að velja þá leið sem við viljum fara.
 
Ekkert smá spennufall hjá mér. Ég fór snemma heim, kippti með mér einum bjór niðrí Nauhólsvík og lá þar og páraði niður það sem ég sá fyrir mér að yrðu næstu skref. Svaf þangað til sólin nennti ekki lengur að skína, fór þá heim og lagði mig aðeins í viðbót .. og vaknaði morguninn eftir í bikini og sumarkjól uppí rúmi. Búin að missa af jóga og orðin of sein í vinnuna. Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að sofa lengi  :]
 
Núna finnst mér ég hafa tíma til að gera allt ! Allskonar verkbeiðnir sem hafa hangið aftast í forgangsröðinni fá óvænt afgreiðslu og skrifborðið lítur út eins og ég sé búin að segja upp.
 
Krakkarnir koma frá London á sunnudag, þá ætla ég að hafa fínt heima og sérstaklega hjá Eydísi. Sú verður hissa, ratar ekki um herbergið :>
 
Beggó keypti málningagræjur áðan. Ég hlakka til að sjá afraksturinn. Allir aðrir en hann með flottar myndir uppá stofuvegg. Stíllinn minnir dálítið á Svein ..
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd