Magadansinn !

 
Árshátíðar atriðið er loksins komið í loftið !
Kennararnir hjá Þórshamri dönsuðu magadans á Stöð2 í Ísland í dag
Danni klikkar ekki í mjaðmahreyfingunum 😉
 
þeir voru nú dömulegar klæddir þegar þeir frumsýndu dansinn á árshátíðinni
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Matarást

þetta er nú bara fyndið ..
 
Í dag, 27. september 2005
Sinnepsbakaður steinbítur með piparsósu, pönnukartöflum og gljáðum gulrótum, salat, skyr og ávextir

miðvikudagur, 28. september 2005
Grænmetissúpa – Baconvafin grillpylsa á heitu kartöflusalati m/ brauði, blönduð álegg, salöt og ávextir

fimmtudagur, 29. september 2005
Ostgljáð lasagne að hætti hússins m/ tómatmauk, parmesanosti, kryddaðri kartöflumús, salati og hvítlauksbrauði

föstudagur, 30. september 2005
Brauðsúpa með rjóma – Köld grísasteik m/ rauðlaukscompot og döðlusalati, síldarpaté, aspas og egg, rúgbrauð og salöt

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

the Yellow house

Went to dinner at the Yellow house last night, a total surprise! None of the people I expected to see were there, but others. Lots of fun, totally. "The thrill of meeting new people".
New stories, other interests, humor, knowledge, topics, disagreements :] .. white wine and awesome food. Wow! A great idea to invite Rósa
Thanks again for having me.
 
I’m hungry, thinking about the food – going out to grab a bite..
Birt í Food and drink | Færðu inn athugasemd

Nýr karatekennari

 
Ég hlýt að komast í form með þessu móti ! BootCamp kl 10 í morgun,  spilaði svo fótboltaleik "Foreldrar á móti 5.-6. flokk stelpna" hjá Fram (  0 – 2  fyrir foreldrum ). Eydís tók sig vel út í markinu og Pétur átti góðan leik, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hann gerir ekki greinarmun á handbolta og fótbolta.
Bikarúrslitaleikinn FramValur fór 0-1  Hefði verið gaman að fá bikarinn í nýja Fram heimilið.
 
Eftir fótboltaleikinn fór ég beint á karateæfingu, aaðeins of sein. En ég neitaði að taka upphitun, var sko örugglega búin að hita nógu mikið upp.
Við erum komin með nýjan karatekennara. Hrafn Ásgeirsson, heimspekingur, greinilega nörd. Allur tíminn fór í að betrumbæta hjá okkur Age uke. Ná þessum grunnæfingum réttum, áður en við festum okkur í vitleysunni.
Ég hefði þurft að fá svona leiðbeiningar við píanóið hérnaígamladaga, smá aga. Hann lagði m.a. áherslu á að gefa ekkert eftir, þó þetta sé "vörn" heldur nota hana sem sókn. Það er traust, alltaf í sókn. Ingvar átti ekki séns!
 
Ég held ég sé boðin í mat í gula húsið í kvöld, tékka á því ..
 
b
 
smá grín á Gogga boy:
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Beggó bróðir

hér eru dæmi um myndir eftir Beggó .. Af þessum finnst mér tréð við sjóinn flottust. Ég þarf að redda myndum af fleiri myndum
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Artists

So who is your favorite artist ? (visual art, painters, sculptor, photographer, embroidery and the like…)
Birt í Uncategorized | 12 athugasemdir

Hlaupafundur

Jæja, nú er ég komin með Hlaupahandbókina 2004 í hendurnar. Gunnar Páll Jóakimsson kom í heimsókn á morgunverðarfund hjá hlaupahópi bankans.
Það á að halda úti æfingum í vetur, sem er nýlunda. Hingað til hefur starfið dottið niður eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég er að hugsa um að vera með.. amk ef þau æfa ekki á fimmtudögum, jæja fer eftir því kl hvað æfingin verður. Þegar BootCamp námskeiðið er búið ætla ég að hlaupa með ÍR hópnum. Þau hlaupa langt.
Fyrir löngu, löngu síðan, sumarið 1991 byrjaði ég að æfa hjá Mætti (sem heitir núna Hreyfing) með hlaupahópi sem Gunnar Páll stýrði. Frábær þjálfari og yndislegur maður. Það sumar hljóp ég mitt fyrsta hálf-maraþon. Í eina skiptið sem ég hef hlaupið það á sæmilegum tíma, í kringum 1:52. Síðan þá hef ég frekar hlaupið það af þrautseigju en krafti og oft verið í kringum 2 tíma. Það bætast líka a.m.k. 2 mínútur við fyrir hvert kíló (eða var það hvert ár…)
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

80 UT-konur á haustfundi

Haustfundur UT-kvenna tókst vonum framar. H.u.b. 80 konur komu saman í húsi Orkuveitunnar.
Þetta var fyrsta formlega samkoman eftir stofnun félagsins.
Fyrirlestrarefnið vakti greinilega áhuga. Sigurður Gíslason talaði um atvinnu- og launaviðtöl.  Að biðja um meira, sagan af Ólivíu Twist. Hvernig á að fá það sem þú vilt.
Margir punktar vöktu mann til umhugsunar. Veit yfirmaðurinn/konan hvers virði þú ert ?
Vertu viss um að koma því til skila hvað þú gerir. Ert þú Ólivía Twist ? eða kannski Gulla Gærdagur !!?
Ekki Lára lata, er það ?
Hvernig áttu að undirbúa þig fyrir launaviðtal ? Hvaða upphæð áttu að nefna fyrst ?
en hvað ef vinnuveitandinn segir enga peninga vera í buddunni ? 
Nú verður launaskrið í kven-armi tölvugeirans.
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

afnám tollamúra !?

 
Bíddu.. í alvöru ? Getur verið að tollamálin komist á dagskrá ? 
"George Bush Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna síðdegis að stjórnvöld í Wahsington væru reiðubúin að aflétta öllum tollum og viðskiptahömlum ef aðrar þjóðir gerðu það sama"
Er þetta frétt eða froðusnakk ? http://www.frettabladid.is/?PageID=38&NewsID=54457
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Bátsferð

Palli var að fá sér bát. Hann hefur langað til þess lengi. Ég var svo heppin að fá að fara með fyrstu .. skrefin? nei, áratogin. Vélin fór ekki strax í gang, þurfti að ýta á eitthvað öryggisdæmi, þ.a. við æfðum okkur í að róa.
 
Hreint dásamlegur dagur, spegilsléttur sjór og kyrrðin snemma á laugardagsmorgni, öldugjálfur, hvítir smábátar vögguðu letilega við bryggjuna. Öll veröldin skiptir um gír. Himneskt
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd