Spotti

 
Kolfinna Baldvinsdóttir skrifar í Fréttablaðið um nýútkomna bók eftir Kristínu Jónsdóttur um kvennaframboð í Reykjavík. "Hlustaðu á þína innri rödd" og endar á þessum orðum:
"P.s. Það er óþarfi að taka fram að Kvennalistinn mætti háði og spotti hvar sem var: Á Alþingi, í borgarstjórn og hjá fjölmiðlum (sem mættu þeim með þögninni). Það er merkilegt að lesa um viðbrögð ýmissa háttvirtra þingmanna á þessum tíma við framboði kvenna. Sumar tilvitnanirnar sýna hversu langt á eftir samtíma sínum margir þeirra voru. En það sem verra er, þeir sitja enn á þingi."
Dæmigerðar aðferðir til að reyna að kæfa skoðanir sem fara gegn ríkjandi valdastrúktur. Sömu aðferðir eru notaðar til að gera lítið úr málstað þeirra sem ekki vilja virkja allt og hvaðsemer. Eins og ríkjandi valdhafar (með embættismenn í fararbroddi)
 
Mahatma Gandhi sagði:
"First they ignore you. Then they laugh at you. Then they fight you. Then you win.”
b
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

V

 
Í kvöld verður grímuball í vinnunni. Skemmtinefndin keypti strápils á alla deildina. Ég fer EKKI í strápils! Ég mæti í gerfi V sem var í gerfi Guy Fawkes í V for Vendetta. Ég er búin að redda grímu, stígvélum, buxum, skirtu, skikkju, hárgreiðslu, kúli   .. en á einhver hatt handa mér? en hnífasett ?
 
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Frjálshyggjufasisminn

 
Nú er alþingi búið að samþykkja lög um breytingar á heilbrigðiskerfinu. Lög sem voru samin af Pétri Blöndal og Guðlaugi, án þess að nein efnisleg umræða hafi farið fram í fjölmiðlum, meðal "fólksins" (enda hvað kemur málið því við), kannski í nefnd eða í msn á milli þeirra. Treystum við þeim fyrir félagslega kerfinu? Ekki ég sko.
 
Væri ekki meira vit að setja dýralækninn af og láta Pétur taka við af honum, og láta heilbrigðiskerfið kjurrt, takk.
 

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Engar öfgar

 
Ég elska áj, hann er enginn öfgamaður
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Timing

 
Núna er alltof snemmt að ræða um Bjallavirkjun, bráðum verður það of seint . .
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Aðgerðir

 
Ég æfi og æfi til að styrkja mig fyrir "nýtt krossband" aðgerðina 3.október. Mæti í ræktina nánast daglega og sæki í mig veðrið og bæti við lóðum. Ég er alveg að hætta að vera eymingi og nýt þess, fram að því að ég verð slösuð aftur. Málið er sem sagt: "Mæta daglega".  þessi færsla hefur þann tilgang einan að halda mér við efnið.
En mikið er ég fegin að ég fer í aðgerðina hér heima. Mér var sagt að í Noregi væri notað krossband úr hrossi .. eða líki .. Þetta styður orðróminn um að allt sé vont í útlandinu.
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Mælikvarðar

 
Svo er alltaf verið að tala um hvað gjaldeyrisforðinn hefur aukist í íslenskum krónum!  Væri ekki meira vit í að horfa á gjaldeyrisbirgðir þjóðarinnar í þokkalega stöðugum gjaldeyri, t.d. Evru.   ca 40% aukning á þessu ári kemur bara til að gengisfalli krónunnar.  Ég nenni ekki að reikna út hvað launin mín hafa lækkað mikið í Evrum.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Svínarí

 
Nú er ég loksins komin að bíl (190 hö) sem leyfir mér að keyra eins og það svín sem ég er.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ný uppskera

 
Núna er uppskerutími íslenska grænmetisins og við getum með brosi á vör keypt glænýtt íslenskt grænmeti. Við vitum öll að útlensk framleiðsla hið mesta hrat, gott ef ekki eitruð, merkilega margir útlendingar til samt.
Í fór í Bónus áðan eins og hagsýnni húsmóður ber. Þar kostuðu 2 paprikur 223 kg. eða 111 kr stk. og 4 tómatar 498 eða nærri 125 kr stk. 125 kr fyrir einn tómat! Í Bónus, ekki 10-11. Eydís fær að borða þessa tómatar með virðingu, mikilli virðingu, undir fyrirlestri um innflutningshöft og framsóknarmenn allra flokka. Hversu margar kynslóðir lærðu íslendingasögu Jónasar frá Hriflu.
Svo keypti ég líka 6 klementínur .. á samtals 85 kr.   Þetta er rugl.
 
b
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

útlitið skiptir máli

 
Baldur says:
 
   Vá hvað þetta eru falleg plott .. lim x-> 0   af   x sin(1/x)
 
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd