Þórsmörk í sumar

Líklega er kominn tími til að uppfæra plássið ..
 
Mosi
Ég er hætt í elsku bankanum. Kominn tími til, farin að safna mosa. (þessvegna grænn texti)
 
   Það er svo gott að liggja í mjúkum mosa
   mæna uppí himininn og brosa
   hugsa bara þetta: Rosa, rosa
   rosalega er gott að liggja í mosa
                   – Þórarinn Eldjárn
 
Þórsmörk
Ég verð skálaverja í Langadal í Þórsmörk í sumar.
Búin að æfa mig í 4 daga og selja einum Litháa tjaldstæði. (ég átti enga skiptimynt þ.a. ég seldi honum líka sturtu og far í bæinn). Svo kom hópur af 8.9. og 10. bekkingum og var í 2 nætur. Þetta var mest kaffihúsastemming fyrir mig. Spjallaði við kennarana og hjálpaði þeim að tosa krakkana úr koju. Þeir hjálpuðu mér að flagga.. Vá það er lang-erfiðasta verkið. Enginn smá fáni! Ég (sterka stelpan) átti virkilega fullt í fangi að ná honum upp þó það væri bara smá gola. Ég hélt ég myndi fjúka uppí fjall og hendurnar skulfu þegar ég var loksins búin að festa böndin. (en fáninn sterti ekki jörð!)
Ég er komin með smá æfingu í starfinu. Hita sturturnar, taka vatnið af kerfinu, skúra, flagga og fylla út eyðublöðin (skriffinnskan á nú eftir að verða eitthvað skrautleg) 
 
Kotið
Við skálaverðirnir höfum lítinn sumarbústað fyrir okkur. Alveg yndislegan! Getum tekið gott fólk í gistingu. Ég verð ein þarna fram í miðjan júní, sit í sófanum með ullarteppi, bók, kaffibolla og horfi á kvöldsól á Eyjafjallajökli..
 
Sumarfrí
Ég ætla ekki í sumarfrí, enda er vinnan mín skemmtilegri er frí flestra.(stolið)
 
Sími
Það er best að ná í mig með því að hringja í 893 1191
eða senda sms í 844 4378 (í eigu bankans, en virkar ennþá)
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

4fmælis party

Ég held uppá afmælið mitt á laugardaginn 6.maí
 
Safamýri 29
108 Reykjavík
kl 20:00
gsm 8444378
hs  5680241
 
þú ert boðin(n)
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ég á afmæli í dag :D

 
ég á afmæl’ í dag

ég á afmæl’ í dag

ég á afmæl’ í daaag

ég á afmæl’ í dag
 
b

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

ég vil afmælisgjafir ..

 
Hjálparstarf kirkjunnar er með gjafakort.
Ég vil hænu eða reiðhjól eða vatn eða geit í afmælisgjöf
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

London maraþon – partý on !

Nú er rétti tíminn til að kyssa mig til hamingju.
 
Hljóp London maraþon á sunnudaginn á tímanum 4:30
Þennan tíma er auðvelt að muna og auðvelt að bæta :]
Ég lenti í 19165. sæti og leið bara vel á eftir og gekk heim á hótel.
Margrét á helminginn í peningnum. Ég hefði aldrei farið þetta ef ekki hefði verið fyrir hvatninuna frá henni.
 
og millitímarnir mínir á síðunni hjá London maraþon
 
Ég geng með peninginn meðan ég er enn með strengi
 
    en, hvern andsk***** á ég nú að setja í passwordið mitt ?
    komin með græna beltið og búin með maraþonið ..
    JÁ, ég veit .. !    (ég er ekki að fara að segja þér passwordið mitt)
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

sammála :]

Ármann Jakobs er skelkaður yfir að vera sammála Pétri :]
 
(hann var meira að segja svo skelkaður að hann tók þessa bloggfærslu út ..)
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Countdown ..

það eru 3 dagar 22 tímar og 41 mínúta þar til hlaupið hefst

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

á döfinni ..

næst er það London.. maraþon, ég þori varla að hugsa lengra
 
en þegar ég kem heim, þarf ég að ganga endanlega frá í vinnunni
 
og skipuleggja afmælispartý .. :]
 
og pakka fyrir Þórsmörk. Ég verð skálavörður í Langadal frá miðjum maí
 
 
það er komið sumar
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ferming í Skagafirði

Við Eydís fórum í fermingu hjá Guðjóni Ingimundar- og Huldusyni
Ég gleymdi að fara í hraðbanka áður en ég lagði af stað norður og ætlaði að stoppa á Blönduósi til að taka út, en það var enginn hraðbanki í Esso skálanum og við orðnar seinar þ.a. við ákváðum að taka bara út á Króknum. En þegar við komum þangað virkaði enginn hraðbanki ?? Það var rafmagnslaust í bænum!
Ég skrifaði einhverskonar ávísun á fermingarpening inní umslagið og sendi Guðjóni svo pening eftir helgi.
Það var búið að elda mest af matnum þegar rafmagnið fór af og kalkúnninn var settur á grillið og allt gekk vel fyrir sig. Ég hitti Sísu, sem ég hef ekki séð í 100 ár. Það var gaman að tala við hana og strákinn hennar nr.3 (fatta það núna að sauðurinn ég gleymdi að spyrja hann hvað hann heitir, þarf að fletta því upp.. )  Svo hitti ég Ninný loksins ;] lítur rosa vel út hún frænka.
Pabbi var með nýja myndavél og Eydís og Ölvir æfðu sig með hana. Ég verð að fá myndir hjá pabba, ég gleymdi minni vél.
Ég er fegin að ég fór norður. þetta er auðvitað heilmikil keyrsla, en gaman að fara. Gott að hugsa á langri leið. Eydís er líka góður ferðafélagi. Hún fékk oftast að velja útvarpsstöð :] ég er að verða ágætlega að mér í Pink og Eminem. Baldur minn varð eftir í sumarbústað með pabba sínum. Hann er að verða eldri en ég strákurinn.
 
LondonMaraþon
Vá! það er bara vika í London maraþonið ! Ég er aðeins að verða stressuð.
Ég ætla að klára þessa vegalengd. Sama þó tíminn verði slappur, en klára ..
Það er svo alltaf hægt að bæta tímann, en ákkúrat núna er ég búin að drekka of mikið kaffi
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

V for Vendetta

Úff, ég skrifa ekki um neitt nema karate og hlaup ! Kannski vegna þess að ég hugsa ekki um neitt nema karate og hlaup þessa dagana.
 
en ég er líka mikil menningarspíra (víst!)
Við Baldur fórum á V for Vendetta um daginn. Æði, rosa gaman. Það er alveg hægt að líkja myndinni við Matrix og Sin City en það er óþarfi.
Mjög skemmtilegar pólitískar spurningar sem var gaman að ræða við óharnaðan og áhrifagjarnan unglinginn. Yndislegt að ræða pólitík við þá sem eru enn að mynda sér skoðun og hlusta í alvörunni .. 
Hann hefur einmitt oft spurt spurninga sem þessi mynd snerti á. Hver ræður því hver ræður og hvernig halda stjórnvöld völdum. Hann vill t.d. sjálfur ráða yfir landi. Hvað þyrfti hann að gera til þess? 
Myndir minnir á Hitler / Kommúnisma / Bush / Sjálfstæðisflokkinn  .. Mér finnst hún eiga mikið erindi í dag. Ég á eftir að lesa Sjálfshjálparbókina eftir Andra Snæ. Mig grunar að hún sé á svipuðum nótum.
 
Ástarsagan skilaði sér. Ég trúði því að skaðbrenndur gamall kall með grímu og hallærislega hárkollu geislaði af sex-appeal, það er snilld.
Flottar senur. Listaverkakjallarinn var æði, skuggaleg London, BigBen, búningarnir, kalt fangelsið, bardagar
Tónlistin sjarmerandi, box með jazz standördum, sendir mann beint til Prag
Flottar sprengingar á flottum húsum, búmm búmm, full lest af "áburði" (uppskriftin er hér.. )
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd