Héðinsfjörður í sumar

Ég fékk myndirnar hans Beggó frá Héðinsfirði í sumar. Ég á sjálf engar myndir frá sumrinu, þar sem myndavélin mín er í glatkistunni. Ég henti að sjálfsögðu þeim myndum sem voru ekki nógu góðar af mér. Palli var fararstjóri, stóð sig vel strákurinn.
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Prófessor Anna Ingólfsdóttir

Anna Ingólfsdóttir, kennarinn minn er orðin prófessor í tölvunarfræði, fyrst íslenskra kvenna
Ég er frekar stolt fyrir hennar hönd
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Dansmynd af Jóni Axeli og Mille

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Í skólanum, í skólanum ..

Ég fór í skólann áðan, Háskólann í Reykjavík, spjallaði við Yngva sem verður leiðbeinandinn minn og við völdum saman stundatöflu.
Nú er ég bara í skemmtilegum kúrsum!

þessum:

  • Modeling and verification (ek vélrænar prófanir og sannanir á "réttleika" kerfa).
  • Stöðuvélar og reiknanleiki (ég tók Formleg mál og reiknanleiki hjá Sven, þ.a. ég get sleppt þessum)
  • Aðferðafræði (hvernig setja á upp rannsóknir, skrifa greinar og vinna tölfræðivinnuna)
  • Reinforcement learning (hvernig vélar/kerfi læra af reynslunni, með eða án uppeldis)
Öll kennslan verður í gamla Morgunblaðshúsinu. Kringlunni 1
Ég fæ að kenna dæmatíma, hugsanlega (vonandi) strjála stærðfræði, þ.a. ég fer kannski ekki alveg strax á hausinn og fæ líka felld niður hálf skólagjöld .. Ég sem var komin með kvíða yfir þessu öllu. Núna hlakka ég bara til, þó ég viti auðvitað að námið verður strembið.
Eina önn sæki ég tíma erlendis, t.d. Kanada. Eða rannsóknarvinnu, sjáum til.
 
skólastelpan
 
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Taka stöðuna

Skólinn
Ég fer í HR á eftir, fæ aðgangsorð að innra netinu og kyssi kennarana og svoleiðis. Mastersnám í gerfigreind, vonandi ekki of ryðguð. Kvíði smá fyrir, hlakka smá til. Er að telja peningana sem ég hef til að lifa veturinn af.
Hlaup
Svo hlaupum við Palli og Eydís 10 km á morgun.
Baldur
Baldur á að spila á píanó í Iðnó kl 14 á Menningar. Þar verður ein montin mamma. Stend uppá borði með spjald "ég er mamma hans". Baldur er kominn með gleraugu og listamanna hár. Ferlega sætur strákurinn! Hann er núna á seinna árinu í Hraðbraut.
Eydís
Eydís keypti sér hjólabretti fyrir sína peninga (18þús!) , án þess að nefna það við mig fyrr en eftir á. Frekar sjálfstæð stelpan. Mér bara brá svolítið að hún væri svona stór. Núna er hún að æfa sig að "Olla" og fer á brettinu niðrá Ingólfstorg með vinum sínum. Risa-stór!
Við kíktum í bæinn í gær og keyptum brettaskó og úlpu á Eydísi í Brim. Hún verður nú að vera alvöru brettagella. (ég keypti mér óvart rauða billabong peysu)

Fimmvörðuháls
Svo göngum við Palli Fimmvörðuhálsinn á sunnudaginn. [ritskoðað …]
Kaffi
Nú ætla ég á uppáhaldsbensínstöðina mína að kaupa kaffi … k a a a f f i …..

b

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Jón Axel og Mille að dansa ..

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

the Chippendales

Þórhallur í Kastljósinu átti setningu gærdagsins eftir viðtal við stripparana í the Chippendales
 
"Þetta eru sannkallaðir hugsjónamenn"
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Komin heim!

Ég er komin heim úr Mörkinni. Nú er ég hætt að stinga af frá krökkunum og Palla, orðin þreytt á að sakna þeirra allra. Á heimleiðinni kom ég við á Laugarvatni til að taka á móti Palla sem var að koma úr 4ra daga göngu.
Á meðan ég beið eftir að gönguhópurinn skilaði sér kíkti ég á eina Karateæfingu á æfingabúðunum á Laugavatni. Ég fékk fiðring í skankana. Nú get ég loksins mætt aftur á karateæfingar og í vetur ætla ég líka á kumite æfingar (bardaga). Malin var búin að lofa að æfa með mér (mér sýndist hún vera komin með svarta beltið! =:-])
Í haust tekur við mastersnám í gerfigreind við háskólann í Reykjavík. O-jamm og já. Kannski tek ég seinni hlutann með vinnu, sé til. Get ekki lagst bara uppá Palla þó það sé gott.
Mér heyrist við vera á leiðinni norður um verl.m.helgina.
Sprengisandur / Askja / Laugar á landsmót. Palli fyrrverandi UMFÍ-gaur vill kíkja og Eydís á vinkonu á Laugum sem vill fá hana í heimsókn. Svo kíkjum við á Kílakot og Ásbyrgi og Dettifoss og böðin í Mývatni .. þangað til annað kemur í ljós. Plönin breytast hratt um þessar mundir.
 
Hvað ætti ég að hlaupa 19.ágúst? Núna finnst mér allt styttra en maraþon hljóma eins og tímasóun.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Nýtt líf

Nýtt líf. Frábært að vera í Mörkinni, fallegt að vera og skemmtilegt að vinna. Mikið um að vera en rólegt inná milli.
Ég er mikið að þvælast á FORD 7830 útí Krossá að leiðbeina rútum og jeppum. Mitt markmið er að veita bílstjórunum fullkomna öryggistilfinningu. Gott fyrir bissnisinn að menn séu ekki órólegir.
Spjalla við túrista um gönguleiðir, reka sjoppu, skúra og flagga og hella uppá kaffi fyrir bílstjóra og fararstjóra – og bara almennt séð, vera dugleg að brosa. Nýtt fólk á hverjum degi. Ágæt æfing fyrir frú Ómannglögg.
Krakkarnir voru hjá mér í viku, Þau stóðu sig glimrandi í sjoppunni. Baldur hækkaði bara verðið þegar eftirspurnin jókst! þau fóru í gærmorgun með Palla.
Ég saknaði þeirra allra svo mikið að ég stakk af seinnipartinn í gær og fór á puttanum í bæinn. Skildi Sonju eina eftir á vaktinni. Það var hvort eð er lítið bókað í gær og í dag.
Svo var ég líka komin með svima af þreytu. Sonja var í afleysingum í Hrafntinnuskeri og ég ein í vinnunni undanfarna viku og alveg pakkað af fólki og Krossá var með eitthvert vesen svo að ég þurfti að vera meira og minna á ferðinni með traktorinn. Fór með nokkra bíla yfir Steinsholtsá í gær. hefði þurft að vera á 3 stöðum í einu.
En þetta bjargaðist allt, og bara ágætlega held ég. Palli er ánægður með mig, en hann er kannski hlutdrægur :]
Anna vinkona kom í heimsókn með krakkana síðustu helgi. Jón Axel var óstöðvandi með sláttuvélina. Hann er núna kominn í vinnu hjá FÍ.
 
Laugavegshlaupið er um næstu helgi .. það verður eitthvað skrautlegt. Sonja segir að Hrafntinnusker sé á kafi í snjó ennþá og á leiðinni þurfi að ösla snjóinn uppá miðja leggi. 55km er erfiðir í sjálfu sér.. en í svona færi =:-|
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Skrapp heim í fermingu

Langidalur – Þórsmörk
Vá! sumarvinnan er æði, dásamlegur staður. Fallegasti staðurinn á Íslandi. Ég verð hissa á hverjum degi. Endalaust fólk í heimsókn, fararstjórar / bílstjórar / framkvæmdastjórar
 
Núna er Sonja komin til vinnu og ég ekki lengur ein með ábyrgð á dalnum. Ég hef ekki gert handtak síðan hún kom. Bráðdugleg stelpan :] og reyndar eins yndisleg og hugsast getur. 
 
Krossá
Ég er búin að draga 2 jeppa og 1 rútu uppúr Krossá. Það er eiginlega meira mál en ég hélt. Maður finnur hversu litlu má stundum muna að verulega illa fari.
Einn daginn dró ég bæði 1 jeppa og rútu lausa. Lengi eftir það fór ég ekki á jeppanum yfir, notaði frekar dráttarvélina. Hún veitir fullkomna öryggistilfinningu
 
Svilar
Vala kom með ættartréð í heimsókn á laugardaginn.
Er bróðir Ann-Marie, svili Völu? (systkini hjóna)
eða er maðurinn hennar Völu svili Ann-Marie? 
eða hvorutveggja? 
Ég vissi þetta alveg, þar til ég talaði við fólk ..
Vala kannaði málið nánar og segir:
"Engan á ég svilann…"
 
Anna vinkona er á landinu. Jón Axel fermdist í Danmörku og þau voru með veislu í Perlunni áðan. Frábært að sjá þau aftur. Ég sá í veislunni kunnugleg andlit úr barnaafmælunum á síðustu öld. Það mun taka mig sumarið að pússla saman nöfnum og andlitum. Jón Axel og Mille vinkona hans dönsuðu. Geðveikt flott. Núna langar mig til að dansa, ég meina almennilega, samkvæmis .. (ahh bull, mig langar bara í kjólinn)
Já kjólinn! ég er í blómakjólnum og á háum hælum, ískalt á tánum, að blogga. Voða fín. Ekki gallabuxur, flíspeysa og niðurbrett stígvél. Ég þurfti að meika 5 lög yfir sólbrunann og sárið sem ég fékk við að safna greinum í brennuna í gær til að geta verið í fína kjólnum.
 
Beggó er ennþá í heimsókn hjá mér í Mörkinni, en ég í bænum :] sem er gott á hann því hann er með bílinn minn að Skógum, en ég skrölti um á gamla Grána í fína kjólnum – glæsilegt
 
Eydís er í sumarbúðunum að Ástjörn í Þingeyjasýslu
Baldur var að klára fyrra árið í Hraðbraut
 
Ég sit hérna og bíð eftir Palla, hann var með bátaferð á Langasjó og er núna í Vík. verður kominn eftir korter, með sama aksturslagi.
(hann er alltaf á stöðum sem ég hef ekki ennþá séð
   (ég á ekki mynd af honum  
      (myndavélin mín er týnd
         (veist þú um hana ?))))
 
b
 
Ármann er ekki alltaf leiðinlegur
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir