Búin í prófum !

 
síðasta prófið var í gær. Aðferðafræðin.. Váá! hvað ég las lítið fyrir það
eins gott að kennararnir frétti ekki af því. Ég reyndi að hljóma þvílíkt gáfulega í munnlega prófinu.
Núna fæ ég loksins tíma til að horfa á verkefnið mitt. Ég er næstum því búin að gleyma um hvað það er.
Vonandi virkar það eins og mér sýnist að það ætti að gera .. það skal ganga upp.
 
Ég hef ekkert æft í 2 mánuði enda orðin að spýtuka.. kellingu, feitri spýtukellingu.
Vöðvabólga, höfuðverkur og leti. Ég ætla sko á karateæfingu í kvöld – halló lífið, hér kem ég.
prófin búin, prófin búin .. trall-la-la-la-læ
 
Fer á Krua-thai í hádeginu með Ástu, góður matur og bjór og spjall, æðislegt. Ég elska alltaf þann sem gefur mér að borða. Elska mömmu mest af öllum. Ég ætla að bjóða Sellunum í franskt kvöld. Frönsk lauksúpa, franskt hvítvín og frönsk súkkulaðikaka. Bon apetit !
 
Mér fannst eiginlega sorglegt að Ómar Ragnarsson hefði fengið styrk frá Landsvirkjun.. það er alls ekki sama hvaðan peningarnir koma. Enda var hann flóttalegur í augunum kallgreyið í fréttatímanum. Þetta eru bara 4milljónir, væri ekki hægt að skrapa svona upphæð upp einhversstaðar annarsstaðar ? SPRON ? Fjárlaganefnd ? Frjáls framlög ?
 
.. var ég búin að nefna það ? prófin eru búin,  prófin eru búin ..
 
b
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Zzzzzzzzzz

 
Ég sofnaði í gær og missti af fyrirlestri hjá Anders .. damn!   svo svaf ég í 15 tíma í nótt ! hvað er í gangi !?!?!
 
Í dag ætla ég að gera allt sem ég hef hundsað undanfarið, henda í þvottavél, fara með flöskur og blöð í Sorpu, redda einhverju fyrir gluggann hjá Eydísi og gera eitthvað í peningamálunum, 1500kr duga ekki lengi á einu heimili. Aumingja Eydís er komin með peningaáhyggjur en ég er alveg sali-róleg yfir þessu.
Þetta reddast maarr!
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Fjúfffffff

 
Ég er búin með 1 próf. Modelling and Verification hjá prófessor Önnu.
Þetta var munnlegt próf, sem hentar mér oftast mjög vel, samt brillerari ég ekkert. Ég var a.m.k. ekki klöppuð upp.
Kennarinn í mér og leikarinn í mér voru líklega báðir sofandi. Hikst og stam var það sem Önnu og Luca var boðið uppá, en þau voru samt ekkert svo vond við mig. Ég vona að ég fái 9 .. kannski bara 8 .. fæ að vita það á eftir.
 
ok .. ég fékk 8.5 í prófinu -> 9 fyrir kúrsinn. Það sleppur
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

fénaður

Beggó var með myndlistasýningu í FÍ salnum um daginn.
Mogginn mætti að svæðið og tók mynd af okkur. Hún lenti í flokknum "fólk fénaður og fyrirbæri"
Við erum ótrúlega menningarleg
 
b
 
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

skóli og hlutabréf

Í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera …
 
Ég geri mest lítið annað en að læra. Búin að skrópa í karate í mánuð og hef farið 1x (einu sinni) út að hlaupa síðan ég hljóp hálft maraþon á Selfossi í haust. Ekki gott að æfa ekki, en frábært að læra. Mér fer fram ..
 
Um daginn hnoðaði ég saman forriti sem lærði af því að lesa inn lýsingu á skákum, hvaða stöður væru líklegri til að leiða til vinnings.
Þetta voru mjög einfaldar lýsingar en við áttum að láta forritið okkar "læra" að tefla betur.
Sama forrit á að geta læra á hvað sem er, ef því er lýst á svipaðan hátt. Vektor sem lýsir stöðunni og svo vinnur maður eða tapar.
 
Núna er ég að ath hvort ég get ekki látið forritið læra að versla á ICEX (Íslenska hlutabréfamarkaðinum). Það lítur eiginlega mikið betur út en ég þorði að vona. (buy low, sell high) Í fræðunum heitir þetta að markaðurinn sé ekki mjög skilvirkur.
 
Ég geri grein fyrir þessu hlutabréfa verkefni eftir prófin. Núna langar mig helst til að vinna í verkefninu, en ekki endilega eyða tímanum í að lesa undir próf.
 
Spurning hvort ég missi áhugann á hlutabréfunum þegar ég verð búin að selja öll mín :]
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

helgi

 
ég varð að taka "swot" commentið útúr msn-inu, lærði næstum ekkert um helgina. 
Mamma verður sextug á miðvikudaginn en þau Palli fluttu sundur um helgina. Þetta er eitthvað too much, ég notaði tímann mest í garðvinnu og með Palla mínum og krökkunum, borðuðum nammi og hrísgrjónagraut og ís og Baldur átti að læra stærðfræði, heildun og runur og raðir, en spilaði meira á píanóið. Eydís málaði nokkrar myndir og hannaði bannera og lærði um hornasummur og við horfðum saman á "brettamynd". Góð helgi.
Beggó bauð okkur í hamborgarhrygg á laugardaginn. Hemmi Vals, elsku snúðurinn, kom líka. En í alvöru, hvað er Beggó að sóa tímanum í "vinnu". Hann á að mála. Getum við ekki fengið Baug eða Glitni til að styrkja hann svo hann þurfi ekki að vinna nema ca. hálfa vínnu. (fínt að vera í mötuneyti).
Við Eydís erum komnar með plan um að eyða ekki meiru en 2000kr á dag. Lyder spænnende
 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

swot

This week’s theme: words related to teaching, learning, and schools.

swot (swot) verb intr.

   To study hard, especially for an examination.

noun

   One who studies hard, especially to the exclusion of other interests.

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

BlackJack

 
Ég er að forrita BlackJack ( öðru nafni Jolly Rogers öðru nafni 21 ) og láta "agent" læra að spila skynsamlega. Ég er að berjast í því að láta C# gera einföldustu hluti fyrir mig. Eftir áratuga brölt í Oracle PL/SQL kann ég ekki að forrita. Má ég ekki bara leysa þetta í SQL ? Ég skilaði fyrsta verkefninu í Excel. Það virkaði ekki :> en hjálpaði mér að skilja fræðin betur.
– Suss stelpa! farðu nú að vinna
 
 
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Allra meina bót

 
Ég mætti í karate í gær. Það er allra meina bót, þarf að mæta vel núna.
Magnús Blöndal kenndi okkur. Hann er skýr, þægilegur og kumite miðaður.
 
Ég heiti Birna, ég er laumu-golfari.
get varla sagt frá þessu eins og ég hef alltaf haft mikla fordóma gagnvart golfi;
   "Snobb! "
   "Kannski þegar ég verð komin á ellilífeyri"
.. og fleira í þeim dúr
 
Ég keypti mér kort í Básum og reyni að slá 1-200 kúlur útfyrir pallinn. Ég með blöðu í lófanum.
 
b
 
Vala benti mér á réttu myndavélina. Nú þurfa vinir mínir ekki að fara í megrun !
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skólatími

 
Það skemmtilegasta sem ég geri er að læra. Sitja í tímum, lesa, vinna verkefnin ..
Nú lítur út fyrir að ég hafi meiri tíma og orku til að sinna skólanum. Sem er gott.
 
og þegar ég þarf að hvíla sig frá náminu horfi ég hugfangin á eitthvað skemmtilegt …
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir