Hótanir Alcan

 
Álverinu í Straumsvík [verður] lokað ef ekki verður af stækkun segir aðal-fyrirsögn Fréttablaðsins(1) í dag.  Stækkun úr 180x í 360x sem er næstum þreföldun.
Þarna er fólki í Hafnafirði hótað að þau verði af skatttekjum og atvinnu ef þau verði ekki stillt og samþykki stækkun. Nákvæmlega eins og Andri segir í Draumalandinu(2). Allt fer í kaldakol ef þú samþykkir ekki strax!
Hversvegna er ekki alveg í lagi að hugsa þetta aðeins og samþykkja þá bara á næsta ári? Eða þarnæsta? eða ekki neitt?
Ég las einhversstaðar(3) að ef stækkunin verður samþykkt þá þarf reisa 3 nýjar virkjanir. Eru þá Hafnfirðingar að ákveða hvor af þeim 3ur virkunum verði?
Ætlum við að láta kjánaleg orð "upplýsingafulltrúa" Alcan hræða okkur til að ákveða eitthvað sem liggur ekkert á að ákveða?
 
b
 
Heimildalisti:
(1) forsíða Fréttablaðsins 5.janúar 2007
(2) Draumalandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, eftir Andra Snæ Magnason. Hist og her um bókina
(3) einhversstaðar
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

‘007 Gleðilegt ár

 
Núna er árið ‘007  Við verðum að gera eitthvað ævintýralegt við það.
 
Vigdís er búin að plana sitt ár .. :]  mér finnst þetta mjög góð hugmynd hjá henni að skipuleggja árið svona fyrirfram. Ég horfi sjaldan lengra en framað næsta matartíma.
 
Nú er allt að fara í gang. Baldur byrjaði aftur í skólanum í gær og fer í þýskupróf í dag. Krossum fingur fyrir strákinn. Hann er bara búinn að vera duglegur að læra held ég.
Eydís fór í skólann í morgun og ætlar að bjóða í afmælið sitt. Hún varð 13 ára í gær. Orðin táningur stelpudósin. Hún heldur bekkjarafmæli á föstudaginn og fjölskylduafmæli á sunnudaginn. Laugardagurinn fer undir fótboltamót innanhúss. já, einmitt, markmannshanskarnir sem ég ætlaði að kaupa fyrir hana. Baka súkkulaðikökur og tertu eins og ég fékk hjá frú Ingunni 3ja í jólum.
Svo byrjar skólastelpan Birna í skólanum á mánudag. Ég fékk póst frá Yngva yfirkennara, ég fæ að kenna stærðfræði á vorönninni :] það verður gaman. Þá er eins gott að standa sig til að halda þeirri sjálfsímynd að ég geti kennt stærðfræði.  Svo byrja ég skólaárið á því að stinga af til Tenerife! en ég tek lesefni með mér og tölvuna.  Mér var sagt að passa mig á þjófunum á Tenerife!    Ég ætla að teipa tölvuna við vinstra lærið á mér.   Palli er í vinnunni að klára ferðaáætlun 2007 svo að hann komist með í sólina.
 
ég fékk póst .. Berlínarmaraþon verður hlaupið 30.sept   Mig dauðlangar að skrá mig
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

KB og Kanarí

Ég má nú varla vera að því að korta þetta (hóst hóst)
Núna er ég svo upptekin í vinnunni… hjá KB banka.
 
Ég vinn sem verktaki við prófanir hjá henni Rósu ljósu og reyni að skrapa upp einhvern pening, svo ég lifi af seinni önnina í skólanum.
 
Svo förum við Palli til Kanarí í janúar :]]] ég tek með mér tölvuna og þarf að lesa skóladót og skrifa greinina mína (og baða mig í sól og rauðvíni og spila golf og hlaupa og synda … ) 
Nú hlýtur skammdegið að verða styttra/bjartara/léttara.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skyrbjúgur

Í morgunmat hjá pabba um síðustu helgi fundum við nafn á nýjan jólasvein..
 
  • Skyrbjúgur

Ég þarf að uppfæra myndina af mér, því ég er komin með nýtt útlit. Krullur !   Ég fór í permó í morgun. Hvað er eiginlega langt síðan ég hef verið með svona lokkandi lokka !?

b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

..

Vá allir er’ að gera ða gott nema ég.
 
Hvert sem litið er er fólk komið með græn og gul belti og Magga hljop 30km í síðustu viku!
En ég hef ekkert hreyft mig, bara mætt í jólaglöggið :} Það var mjög gaman. Ég ætla að sýna mig á æfingu í kvöld.
 
Ég er búin að vera að lakka gluggakisturnar heima. Þetta tekur ótrúlega mikinn tíma og ég er komin með uppí háls af því að hafa allt á hvolfi. Gardínur í sófanum og blómapottar útum öll gólf. Nú er nóg komið. 3 umferðir verða að duga.
 
Ég er að raða saman næstu önn. Ætla að taka Agent kúrs hjá Kristni .. og mig langar til að fullvinna hlutabréfadótið og fá einingar fyrir. Þarf að tala um það við Yngva.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

LÍN

 
Jæja, ég er búin að sækja um námslán .. 
On the road again,
There’s nothing like to be on the road again
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

veikindi

Við Eydís skiptumst á að vera lasnar í síðustu viku. Það var gott að vera heima hjá henni stelpunni en 3ja vikna kúrsinn minn er heldur sundurslitinn ..
Við erum að forrita LeikjaServer, minn hópur sér um Matador leikinn. Kennarinn, Daníel, er rosa góður. Ég reyni að læra eitthvað af honum.
 
Annars er ég aðallega í heima-stuði. Ég setti upp helling af jólaseríum í gær og lakkaði allar gluggakisturnar í íbúðinni. Ég fíla það alltaf í botn að "gera" eitthvað svona. Mála, smíða, flísa … mig langar mest til að endurnýja eldhúsið núna.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Málverk

Beggó bað mig um að "geyma" Landmannalaugamyndina fyrir sig …
Ég sagði  eins hratt og ég gat. Frábært!
Nú er ég með flottustu myndina hans inní stofu hjá mér :]
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Hlutabréfaviðskipti

Ég skilaði af mér skýrslunni um sjálfvirkan hlutabfréfabraskara í gær
og flutti fyrirlestur. Glærurnar voru í bláum bankalegum tónum.
Fullt af línuritum og súluritum .. en aðallega: ég græddi 11% meira en ICEX-15
þrátt fyrir að hann hafi hægnast um 89% á þessum tæpu 2ur árum.
Ég er með 10 hugmyndir að endurbótum á verkefninu til að gera það nothæft.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Kaupum ekkert !

 
Kaupum ekkert dagurinn er í dag.
Segjum efnishyggjunni stríð á hendur og kaupum ekkert í dag.
Hver segir að það sé skylda að hafa hagvöxt? Er ekki nóg til ?
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir