Procrastination

 
Frestunarárátta. Ég talaði um hana við Baldur í gær. Ég sé stundum í honum þetta sem þvælist oft fyrir fótunum á mér. Fresta mikilvægum hlutum fram í rauðan dauðan. Mér finnst ég vera að athuga hversu langt er hægt að ganga án þess að heimurinn farist. Í fyrsta sinn sem ég hundsaði að gera það sem ég "hefði átt" að vera að gera, þá las ég ekki undir landafræðipróf í barnaskóla, þá var ég að ögra þeirri klisju að ég fengi alltaf (sjálfkrafa) góðar einkunnir. En auðvitað fékk ég góðar einkunnir vegna þess að ég lærði allt námsefnið utanað fyrir próf.
Þetta er ekki flókið.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Myndir frá Tenerife

 
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Tenerife. Mér sýnist Palli hafa eytt flestöllum myndunum af sjálfum sér.  😀 Hann leit út einsog ég sé fyrir mér Gríska mafíuforingjann sem átti fótboltaliðið sem Palli spilaði einu sinni með. (annaðhvort er myndavélin hans Palla "breikkunar stillingu" eða ég þarf að fara að hlaupa .. )
 
Merkilegt nokk, þá var ég dugleg að lesa þarna úti og í flugvélinni báðar leiðir. En núna .. hrjáir frestunaráráttan mig öðru fremur. Búin að þvo allar tuskur sem finnast í húsinu og flokka föt í Sorpu og taka til í Eydísar herb. og elda og baka og setja myndirnar inná síðuna og uppfæra módemið og allskonar sem ég hef dregið að gera undanfarnar vikur. Bara til að þurfa ekki að forrita í Java. Ef ég væri ekki svona góð við mig, myndi ég kalla mig tossa. 
Ég er ekkert skárri en Baldur, hann er að lesa undir eðlisfræðipróf, og á sama tíma uppfærir hann síðu um Hellsing OVA á Wikipedia.
 
Best að fara út að hlaupa ..
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

Tilgangur lífsins

 
súkkulaðirúsínur og kaffi eftir matinn
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

brandari

 
Eydís sagði mér ógeðslegan brandara ..
 
Hvað sagði Saddam Hussein við bróður sinn áður en hann var hengdur?
 
"Verðum í bandi !"
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Ég hljóp í gær

 
Frú María A. dró mig út að hlaupa í gær. Takk fyrir það. Ég var hátt uppi eftir hlaupið, líkaminn svo feginn að fá að hreyfa sig. Ég var svo hátt uppi að þegar ég fór í Kringluna til að kíkja í Bónus, keypti ég mér leðurjakka í leiðinni 😀   Ég hef verið með annað augað opið fyrir svona jakka í 10 ár.  Jakki sem er mitt á milli þess að vera kvenlegur og mótorhjólalegur. Þungur og sterkur og þægilegur.  Nú er ég flottust ! 
 
Stelpurnar í Fram (þær sömu og urðu isl.meistarar í 5.flB í handbolta) eru flestar farnar að æfa fótbolta með Val !!  Við vorum á fundi hjá Fram í gær útaf þessu. Ýmsar aðgerðir verða settar í gang í kjölfarið. Kannski missum við Þessar stelpur ekki endanlega. Þær eru frábærar. En líka vegna þess að þær eru frábærar, eiga þær skilið að fá góða þjónustu. Góða þjálfara, 4 æfingar á viku, markmannsæfingar, tiltrú, stolt, metnað, verðug viðfangsefni og fjör.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

„Ferðamannaiðnaðurinn“

 
Hversvegna viljum við endilega efla ferðamannaiðnaðinn ?  Hver vill efla ferðamannaiðnaðinn ? Þeir sem reka hótel ? En hvað með okkur hin ? Viljum við fylla okkar fallegustu staði af ferðamönnum ?  (ég gæti líka sagt "túristum" til að hljóma neikvæðari)
 
Ég sé í ferðamannaiðnaðinum aðallega láglaunastörf og átroðning og sjoppumenningu í og við náttúruperlur landsins.
 
Ég er ekki viss um að ég vilji að Þórsmörk sé full af útlendingum í rútu með myndavélar. Ég vil geta farið í Þórsmörk með fjölskylduna án þess að hún sé eins og rútustöð og fjöll og hlíðar skreytt með marglitum útivistarjökkum. Ég er eigingjörn.
 
Þeir tékkar sem ég kynntist útí Prag syrgðu miðborgina sína. Þeir geta ekki notið þess að fara í bæinn til að hitta félagana og fá sér bjór í góða veðrinu eða kaupa ís handa krökkunum. Miðborgin hefur verið hertekin af túristum og sölumennsku.
 
Ætlum við að láta auman hagvöxt vera mælikvarða allra hluta ?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Eydís er íslandsmeistari í handbolta!

 
Þessar stelpur eru frábærar! 5.flokkur Fram vann íslandsmót B liða um helgina. Loksins eftir margra ára baráttu sigruðu þær Gróttu. Elsku prinsessan varði nokkur víti á mótinu og sýndi sannfærandi takta. Þær spiluðu snilldarvel og léku allskonar "kerfi" (hvað veit ég) og áttu sigurinn fullkomlega skilinn. "Berjast Frammarar"!!! Foreldrarnir hoppuðu á hliðarlínunni.
Ég lét námið sitja á hakanum og tók þátt í hoppinu og blístrinu og hrópunum. Þegar stelpurnar sáu framá að þær væru virkilega að sigra, jókst sjálfstraustið um allan helming og þær áttu snillarleik, Eydís varði 2svar og Karó, Hafdís og Kristín léku sér með boltann og Íris í sigurvímu æddi upp völlinn og skoraði glæsilegt mark. Þær eru orðnar góðar. Ég vona að ég fái myndir hjá foreldrum Kristínar.
 
En útí allt aðra sálma.. ég er búin að velja mér grímubúning fyrir öskudaginn.
 
og ég fór í bíó í gærkvöldi á myndina Foreldrar. Ég mæli með henni. Ég held hún sé besta íslenska myndin sem ég hef séð. Hún segir 3 sögur og gerir það vel. Ég ætla að taka hina myndina, Börn, á vídeó. Vesturport stendur fyrir þessu. Sástu Rómeó og Júlíu ? Það er besta uppfærsla á leikriti sem ég hef séð. 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Með sjálfstýringuna á

Skrítið!
ég held ég hafi gengið í skólann í morgun, en ég man ekkert eftir því ! ekki neitt. Ég hugsa og hugsa og man ekki eftir að hafa lagt bílnum, ég er viss um að ég kom gangandi, en ég man  e k k e r t  eftir því. Var snjór eða slabb ? Myrkur eða rökkur ? Kalt eða hlýtt  ? Ég man samt eftir að hafa komið inn í bygginguna ..
Vonandi notaði ég tímann vel á leiðinni og svaf
 
z
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Pólitík

 
Mig langar til að rífast um pólitík, en hef ekki tíma til þess. Er að lesa Game theory fyrir tíma hjá Yngva á morgun. Áramótaheitið "Vera dugleg í skólanum".
Mér finnst þessi default fontur alltof lítill, er ég með of lítinn skjá eða eru augun eitthvað að þreytast ?
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Skólinn er byrjaður aftur og ég fer til Tenerife

 
Ég verð í þessum kúrsum :
 
  • Upplýstar Leitaraðferðir hjá Yngva, við Pálmi lesum sjálf heima, með aðstoð Sverris, þar sem Yngvi verður útí Kanada.
  • Agent-based Modeling & Simulation – mikil forritun skilst mér =:|
  • Þjóðhagfræði – ég fékk undanþágu til að taka þennan kúrs, svo ég geti notað gervigreindina til að útrýma fátækt í heiminum (geisp .. )
  • Svo kenni ég dæmatíma í Strjálli stærðfræði II hjá Halldóri. (ég þykist vera stærðfræðikennari)
Smá vesen að ég fer í vikuferð til Tenerife á fimmtudaginn. Vesen segi ég.. en það verður æðislegt. Loksins geri ég það sem ég hef alltaf ætlað en aldrei látið verða af. Fer í sól í janúar til að losna við þetta óþolandi skammdegisþunglyndi sem hefur þvælst fyrir mér hálfa ævina.
Ég er komin með meira en nóg af því að tilveran minnki og minnki og breytist í svartan skókassa þar sem er ekkert pláss fyrir mig, hvað þá annað fólk með mér. Alein í svörtum skókassa. Það gengur ekki.
 
Talandi um Þjóðhagfræði: Ef við göngum í Evrópusambandið og tökum upp Evru, þá verðum við að hætta að borða Cheerios, því það er bannað í ESB.
What’s it gonna be boy ? Evra eða Cheerios ?
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd