-
Nýlegar færslur
Nýlegar athugasemdir
Guy Fawkes um föstudagsgetraunin Björgvin um Hvernig gengur? Birna um Áfram KR Olafur um Áfram KR Birna um Áfram KR Færslusafn
- júlí 2024
- ágúst 2010
- mars 2009
- febrúar 2009
- janúar 2009
- nóvember 2008
- október 2008
- september 2008
- ágúst 2008
- júlí 2008
- júní 2008
- maí 2008
- apríl 2008
- mars 2008
- febrúar 2008
- janúar 2008
- desember 2007
- nóvember 2007
- október 2007
- september 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júlí 2005
- júní 2005
- maí 2005
- apríl 2005
Flokkar
Tækni
Fréttir !
Þegar Eydís var lítil, þá hélt hún að það væri skylda að hlusta á fréttir ..
en annars er það svo merkilegt að fréttatíminn er alltaf jafn-langur, þó ekkert sé í fréttum. Hvað með að segja; "Nú verða sagðar fréttir: Í dag er ekkert í fréttum". Eins og tilkynningar frá Vitamálastjórn í gamla daga. Ef allir vitar voru í lagi, þá var engin tilkynning, en það var tilkynnt sérstaklega.
Svo er hægt að nota dauða tímann í að sýna eitthvað skemmtilegt. Mér finnst t.d. að sjónvarpið ætti að verðlauna skemmtilegustu auglýsingarnar með því að sýna þær sem aukaefni, ókeypis.
Auglýsingarnar eru ágætar, (nema kallinn með með stífakrampa munninn að selja hreinsiefni). Auglýsingarnar eru eiginlega stuttmyndir og betri en margar bíómyndir. Ætli það væri ekki hægt að sigra í stuttmyndasamkeppni með auglýsingu?
b
Birt í Uncategorized
5 athugasemdir
Eydís samdi ljóð :
– ljóð –
Þegar allt var betra
varst þú við hliðinámér
Þegar ég var glöð
varst þú við hliðnámér
Þegar ég grét
varst þú við hliðinámér
en núna ert þú að gráta
útaf mér!
❤
Þegar allt var betra
varst þú við hliðinámér
Þegar ég var glöð
varst þú við hliðnámér
Þegar ég grét
varst þú við hliðinámér
en núna ert þú að gráta
útaf mér!
❤
JSB
jæja, ég keypti mér mánaðarkort í JSB og mætti í tækjatíma áðan með ítarefni úr Þjóðhagfræðinni.
Það er ótrúlegt hvað er hægt að skrifa mörg orð um þjóðhagfræði; Alþjóðaviðskipti, gengi, viðskiptajöfnuður, hagsveifla, heildarframboð, peningamálastefna . Nú stendur til að mæta á morgnanna (bara létt) og svo aftur á kvöldin (líka létt – best að fara vel með sig til að fæla sig ekki frá).
Það er ótrúlegt hvað er hægt að skrifa mörg orð um þjóðhagfræði; Alþjóðaviðskipti, gengi, viðskiptajöfnuður, hagsveifla, heildarframboð, peningamálastefna . Nú stendur til að mæta á morgnanna (bara létt) og svo aftur á kvöldin (líka létt – best að fara vel með sig til að fæla sig ekki frá).
Svo þegar kjarkurinn og fyrra þrek er komið aftur heim í hús, (og þessi leiðinda lungna þemba farin) þá er það karate og hlaup. Dat’s mí!
Mig langar í hvítan bol með bláum stimpli "EIGN ÞVOTTAHÚSS SPÍTALANA"
b
Birt í Uncategorized
2 athugasemdir
pólitík
Kannski er eins gott að ég hef ekki verið að skipta mér of mikið af pólitík hingað til. Látið nægja að þusa yfir mér og mínum. Mér finnst að alltof margar ákvarðanir séu teknar á ómálefnalegan hátt, með eiginhagsmuni og klíkuskap og þekkingarleysi að vopni. Ég hef séð of vel uppá síðkastið hvernig svona ákvaraðnir eru teknar og ég er reið. Það er ekki fyrr en mér tekst að beisla reiðina og koma henni í skynsamleg orð að hugsanlega væri hægt að áorka einhverju. Það er ekki núna.
Hæfu, vel gefnu fólki er haldið frá völdum því það ógnar hinum. Nýjasta dæmið er Margrét Sverrisdóttir. Ég skildi aldrei hversvegna hún varð ekki formaður Frjálslynda flokksins fyrir löngu. Glimrandi snjöll og "frambærileg".
Anna vinkona er alltaf að hvetja mig að fara í pólitík. Hún hefur gaman af að hlusta á mig belgja mig, en ég veit að það þarf snyrtilegri og kurteisari framsetningu á málum til að ná árangri. Ég ætla að taka nokkra jóga-tíma til að temja hugann .. eða "anger management" kúrs. Skyldi vera boðið uppá slíkt í HR?
b
vitnað í grein ..
Ragnhildur Sverrisdóttir skrifaði frábæra grein um það viðhorf að kynferðisafbrot gegn konum/börnum sé bara baráttumál kvenna. Feministar og annað fólk. Kemur það karlmönnum ekki við ef konu er nauðgað ? kemur það karlmönnum ekki við ef brotið er á barni ? Kemur það mér kannski ekki við ef karlmanni er misþyrmt ?
Ég er líka orðin dálítið hugsandi yfir því hvað Breiðavíkurmálið fer hátt í þjóðfélaginu (ofbeldi gagnvart strákum) en það var aðallega talað um fjármálaóreiðu í Byrginu! Hafa fimmtugu kallarnir í ráðuneytunum meiri samúð með neyð stráka af þeirra eigin kynslóð en yngri kvenna?
og hversvegna er Hannes Hólmsteinn ennþá á lista sjónvarpsmanna yfir þann sem sniðugt er að tala við um alla hluti. Það er ekki lengur mikilvægt að hlera hvaða hljóð er í Davíð Oddssyni, það skiptir engu máli lengur.
b
veður
Mikið kann ég vel við veðurfréttirnar í Ríkissjónvarpinu. Vinalegt, skynsamlegt, jafnvel nördalegt fólk kíkir til mín og spjallar um veðrið. Algerlega án þess að vera "hresst" eða hipp og kúl. Enginn Kastljóssbragur yfir þeim. Mjög notalegt.
Ég vona að veðurfréttirnar verði ekki Ameríkaniseraðar fyrr en ég verð komin útúr heiminum eða til Ameríku.
en talandi um það.. nú á að skella sér í stríð við Írani. Ég hélt að verið væri að keppast við að lofa að senda strákana heim frá Írak. Er það kannski málið? Að senda þá frá Írak og beint til Íran? Hvað er eiginlega langur tími eftir af kjörtímabilinu?
b
eðlis- og efnafræði
Two atoms were walking down the road and collided into each other.
"Are you all right?" one of them said to the other.
"No, I lost an electron," the other one yelled.
"Are you sure?"
"Yes, I´m positive!"
"Are you all right?" one of them said to the other.
"No, I lost an electron," the other one yelled.
"Are you sure?"
"Yes, I´m positive!"
b
Svo sendi Baldur mér smá efnafræðikennslu
Verðvísitalan
Ég sé að Krónan undirbýr sig fyrir lækkanir á matvælaverði með því að hækka verðið tímanlega.
Ég reikna út mína eigin verðvísitölu, vörukarfan samanstendur af Síríus Konsum 300gr. Núna kostar pakkinn 299kr. en hann hefur verið vel undir 300kr allt undanfarið ár.
Eigendur matvælaverslana eru greinilega á sömu skoðun og ég. Við erum of rík. Þeir eru að gera eitthvað í málunum.
b
Verg landsframleiðsla og bílviðgerðir
Þjóðhagfræðiprófið var fljótlegt. Sem betur fer því ég þurfti að sækja bílinn minn á verkstæði fyrir kl 5
Niðurstöður dagsins í tölum:
Þjóðhagfræði ca. 9Bílviðgerð ca. 83=============Samtals ca. 92
b
Birt í Uncategorized
Ein athugasemd
Enska drepur !
Sif sagði mér að ..
Japanir borða mjög lítið af fitu og fá færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.
Frakkar borða mikið af fitu og fá líka færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.
Frakkar drekka óhóflega af rauðvíni og fá líka færri hjartaáföll en Bretar og Bandaríkjamenn.Niðurstaða:
Borðaðu og drekktu það sem þú vilt. En ekki tala ensku !