Hvað skyldi verða um landbúnaðarráðuneytið eftir næstu stjórnarmyndunarviðræður ?
Áratugum saman hefur Framsóknarflokkum landsins komið saman um að setja yfir þennan atvinnuveg, ráðherra sem öruggt er að muni ekki hreyfa við neinu. Hversvegna? Hverjum er verið að gera greiða? Ekki vaða bændur í fjármagnstekjum.
skv. Gallup sjálfum telja 94% íslendinga landbúnað skipta máli. Mjög gott og þarf ekki að koma á óvart. En mér finnst sorglegt og ég heyrði gráu hárunum fjölga þegar haft var eftir formanni Bændasamtaka Íslands að niðurstöðurnar væru "umhugsunarefni fyrir þá sem árum saman hafa alið á óvild í garð landbúnaðar og bændastéttar".
Það að fólk vilji sjá breytingar á Sovét miðstýringar apparatinu sem kallast landbúnaðarráðuneyti er ekki óvild í garð bænda. Breytingar sem yrðu til bóta bæði fyrir bændur, sem eru varla á (Sovét) launum, og neytendur sem fá að kaupa (Sovét) frosið og niðursagað lambakjöt. Bezt í heimi.
Þegar ég var krakki var bara til íslenskt nammi. Quality Street fékkst þegar einhver kom frá útlöndum.
Þá var íslenska nammið voða gott auðvitað, fannst mér. En illa inn pakkað og fábreytt og 3ja heimslegt. Þegar útlenska nammið fór að streyma til landsins (ég veit ekki hversvegna, pólitískt minni mitt nær ekki svo langt) spáðu menn útrýmingu innlendrar sælgætisgerðar. Núna er íslenskt nammi gott, fjölbreytt, gott, flott, gott, æðislegt .. kannski ekki alveg best í heimi, en nálægt því.
Ég fór til Leningrad 1986 og fékk "pepsi" með klórbragði og tveimur skökkum og krumpuðum pepsi límmiðum utaná flöskunni. Það minnti mig á hvernig íslenska nammið var í gamla daga.
Núna er íslenska landbúnaðarframleiðslan svoleiðis, þegar hún gæti verið best í heimi.
Mér finnast breytingar tímabærar.
Hvað með að sameina landbúnaðar + iðnaðarr + sjávarútvegs og búa til atvinnuráðuneyti ?
og burt með þessa sauði úr landbúnarráðuneytinu.