Föstudagsgrínið

er í boði Baggalúts og Erlu þar sem ég er að lesa undir próf í Þjóðhagfræði og má ekkert vera að því að huxa sjálf.
 
úr viðtali við Dr. Kristján Bergdísarson hóru í tilefni þess að vændi hefur verið lögleitt á Íslandi:
Dr. Kristján er þó ánægðastur með það að bannað er með lögum að þriðji aðili hagnist á vændinu. „Það þýðir jú væntanlega að maður þarf ekki að borga skatt af þessu.“
Föstudagsgetraunin:
 
Hverjum er lýst svona:  
clever, imaginative, irresponsible, untrustworthy, extrovert,
nothing you couldn’t have guessed
 
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

módelstörfin

 
Nú á að dreifa kynningarpésa um tölvudeildina í HR í framhaldsskólana. Með mynd af mér. Ég er bara skelkuð. En (hohoho) ég væri til í að sjá svipinn á Baldri þegar bæklingurinn kemur í skólann hans, með mynd af mömmu sinni :] Ég vorkenni honum smá, aumingjans gelgjunni.
Spurning hvort ég geti fengið skólagjöldin felld niður fyrir módelstörfin. Efnahagsreikningurinn er á núlli.
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Naut

 
Stjörnuspáin í Blaðinu er mitt leiðarljós:
 
Þér finnst þú vera kynþokkafull, örugg og við stjórnvölinn. Það er því ekki furða að allt gangi upp hjá þér þessa dagana. Njóttu þessarar tilfinningar og dreifðu gleðinni. Þú ert á toppnum núna, einmitt þar sem þú átt heima!  YES!
Birt í Uncategorized | 6 athugasemdir

Vertu í vinningsliðinu

Það er ríkt í fólki að vilja falla í kramið og vera vinsælt og forðast eineltispúkann, eins og þetta dæmi úr raunveruleikanum sýnir:
Kennari spurði nemanda sinn, hvað heitir þú?
Mohammed Ben Ahmed, svaraði sá stutti.
Þú ert núna í Frakklandi og hér eru engir Mohammed, sagði kennarinn. Frá og með þessum degi skalt þú heita Jean-Marc Pignat.
Þegar drengurinn kom heim segir móðir hans undan blæjunni, hvar hefurðu verið Mohammed?
Ég heiti ekki lengur Mohammed, nú er ég í Frakklandi og heiti Jean-Marc Pignat.
Móðir hans æpir yfir sig, löðrungar drenginn og kallar á föður hans.
Þegar faðirinn hafði fengið útskýringu á  málinu varð hann einnig fokvondur og löðrungaði drenginn.
Daginn eftir þegar sá stutti mætir í skólann komst kennarinn ekki  hjá því að sjá að hann hafði greinilega verið sleginn utanundir.
Hvað kom fyrir þig Jean-Marc, spyr kennarinn forviða.
Drengurinn svarar að bragði, jú jú, ég hafði nú bara verið Frakki í tvo tíma þegar tveir arabar réðust á mig…..
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

skattur.is

 
Hversvegna lætur maður alltaf eins og það sé eitthvert mál að telja fram?
Það er ekki eins og fjármagnstekjuskatturinn sé að flækja útreikningana.
Þetta tók ca 20 mín.   Congatulations are in order !
 
b
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Tuð-fé

 
Stundum get ég orðið dauðþreytt á að hlusta á tuðið í sjálfri mér
þá verð ég fegin þegar aðrir segja það sem ég nenni ekki að segja sjálf.
 
takk
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Sjáfsþróun

 
áj vill meina að það geti verið ýmsar ástæður fyrir því að nýyrði séu ekki heppileg.
 
b
 
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Ókeypis myndlist

 
Nú er ókeypis inná Listasafn Íslands (í boði teinóttra held ég)
Akkúrat núna er verið að sýna Jón Engilberts á 1.hæð (þar er m.a. hægt að skoða klámmyndir og vera jafnframt menningarleg). Margar skemmtilegar myndir, flottir litir og mikið líf. Áherslan er á mannlífið og fyrir plebba eins og mig er þróun listamansins greinileg. Er það alltaf svona? að myndlistafólk fer með tímanum lengra frá myndefninu og útí að skálda með litum og formum? Eða er ég alltaf að skoða myndir frá sama tímabili?
 
Á 2.hæð er Jóhann Briem. Skrítnar myndir hans af fólki. Það er eins og það eigi ekki heima á myndfletinum. Mér finnst hann lang-flottastur þar sem hann notar stóra fleti með litum sem eru t.d. tún, og eina "persónu" eins og "liggjandi kálfur" og "stúlka í grasi".
Ég ætla að kíkja aftur og taka krakkana með (þetta er kosturinn við að sýningin sé ókeypis, þá get ég kíkt við í 10 mín á leiðinni úr búð)
 
Um síðustu helgi fór ég í Hafnarborg (í boði Bjarna beib)
Þar eru vatnslita- og olíumyndir eftir færeyskan gaur Zacharias Heinesen. Mjög góðar myndir (Hafnarborg klikkar ekki!) Sömu mótivin sí-endurtekin, hann situr örugglega með kaffibollann og málar útum eldhúsgluggann :]
Ég var sérstaklega hrifin af vatnslitamyndunum. Þær eru kraftmiklar og flottar. Ég er eiginlega aldrei hrifin af vatnslitamyndum.
Margar eru "köflóttar". Hann er líka á leiðinni yfir í liti og fleti
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Eldur !

 
Ég segi af mér sem móðir. Baldur kveikti í að gamni sínu.
Svo heldur hann að það sé einhver afsökun að ég hafi gert það á undan.
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Skref fyrir skref

 
Þó ég geri minnst annað en að þusa, þá er þetta kannski allt í áttina ..
Svona kemur þetta, skref fyrir skref, stundum afturábak en oftast áfram. (ég var að klára kaffibollann, jákvæðnin streymir um æðarnar) 
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd