Snuð

 
Ertu óhress með eitthvað ? Bloggaðu um það!
Blogg var fundið upp til að þagga niður í lýðnum. Samsærið er allstaðar.  
 
Tuð-stuð-snuð ..  bloggaðu og þú þér finnst þú hafa gert eitthvað
Meðvitund og pólitískur rétttrúnaður . Tuði-tuði-tuð
Þú gerir ekkert af þér á meðan
 
ást og virðing
b
 
 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Í Ruslinu fyrir útivistina !

 
Pétur Elínarson rekstrarfulltrúi hjá borginni telur að konur vinni í ruslinu til að fá útivist og holla hreyfingu!
og þetta lendir á forsíðu Blaðsins í dag, þrátt fyrir að Didda (skáld) leiðrétti bullið, því auðvitað ráða konurnar sig í vinnu til að sjá fyrir sér og sínum.
 
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Fjarvera

 
Sagt var um mann að hann hefði góða fjarveru.
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

þjóðhagfræði – check!

 
Jæja, þjóðhagfræðiprófinu lokið. Þetta var rosa stuð. 2 ritgerðaspurningar og ég teiknaði og skrifaði og skrifaði ( og skrifaði (og skrifaði)). Ég veit ekki alveg hvernig mér gekk að koma nýfenginni þekkingu á blaðið. Ég veit hvað ég skrifaði, en ekki hvað ég gleymdi að skrifa. Ég lenti í tímaþröng með síðasta atriðið varðandi Solow líkanið sem er tattóverað á heilabörkinn. En hvað um það, þetta sleppur. Skyldi ég geta fengið aðra undanþágu og tekið framhaldskúrsinn? Verð að fá mér de-caff til að ná mér niður
 
    Beta baun leggur til að Hafnfirðingar stofni Álfver og framleiði Álfpappír 
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

tips

 
Í Bandaríkjunum er þjórfé stór hluti launa þjónustufólks. Þessi laun sleppa undan tekjuskatti. Líklega er það að hluta til ástæða þess að rekstur veitingastaða er hagkvæmari þar en hér. Lægri tekjuskattur.
Er að lesa undir próf í hagfræði: Economic Welfare Comparisons
b
Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

death by chokolate

 
Á veitingahúsinu Reef ‘n Beef í Kaupmannahöfn er hægt að fá eftirréttinn "Death by chokolate"
en Baldur minn kaus sér einmitt þann dauðdaga í DeathNote online
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

 
Kona dagsins er tvímælalaust Björk Guðmundsdóttir sem hélt frábæra tónleika í Laugardalshöll áðan.
Miðinn kostar mig ca 4þús og trúlega 0,5 í einkunn í þjóðhagfræð ~ 4,5. Vel þess virði
… lesa
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

endemis arðsemi

 
Bandaríska hagfræðikennslubókin segir:
"Markmið banka er að hámarka hagnað hluthafanna"
Er þetta endilega eini vegurinn og sannleikurinn? Ég man ekki betur en að þegar Valur Valsson var bankastjóri Íslandsbanka sáluga hafi eitt af markmiðunum vissulega verið að skila góðum hagnaði, en líka að þjóna viðskiptavinunum vel og að vera gott fyrirtæki. Bankinn hefði skyldur gagnvart samfélaginu og sínu starfsfólki þó svo það kæmi niður á hagnaðinum. Það eru til fleiri mælikvarðar en hagvöxtur og hagnaður í krónum.
Hvað með t.d. smálánabankann í .. (hugs) er hann í Pakistan ? Þar er aðal markmiðið að hjálpa fólki að brjótast útúr fátækt OG bankinn skilar hagnaði.
 
jæja, halda áfram að lesa ….
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

föstudagsgetraunin

 
Hvað var föstudagurinn langi langur ?
 
b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

12-18% íþróttafrétta á Íslandi fjalla um konur

Páll Magnússon útvarpsstjóri og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hafa nú loks undirritað samning um það að RÚV beri að gæta jafnræðis kynjanna, í umfjöllun um íþróttir og íþróttaviðburði.  (tekið af trúnó)
Líklega skiptir máli að ráðherra sé kona. Það er blóðugt að horfa uppá áhugaleysi fjölmiðla og sumra íþróttafélaga gagnvart kvennaíþóttum þegar ég er með metnaðarfulla íþróttastelpu á heimilinu. Karlaklúbburinn KSÍ hjálpar hreint ekki uppá sakirnar. Þar á bæ hafa menn meiri áhuga á að klappa hverjir öðrum á bakið og uppfæra fótboltaspilið sitt yfir í raunveruleikaþátt en að efla kvennaboltann.
Duglegu stelpurnar okkar þurfa að upplifa hvatningu og viðurkenningu í samfélaginu. They have balls!
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd