reglugerð

 
Vala var eitthvað að kvarta undan því að hún væri í keppni en vissi ekki hverjar reglurnar væru.
Megrunarkappið fer fram í 5 mánaðarlöngum lotum
fyrsta lotan er 23.apríl – 22.maí  sú síðasta 23.ágúst – 22.sept
 
Sá/sú sem léttist um flest % af upphaflegri þyngd vinnur hverja lotu.
Í verðlaun eru jafnmörg kíló af Kjörís og viðkomandi hefur lést.
Einhverjar spurningar ?
Birt í Uncategorized | 4 athugasemdir

Sudoku

 
Það er verst að þessir brilljant daðureiginleikar nýtast mér ekki sem skyldi við forritunar verkefnin. Ég er að forrita 6 mism leiðir til að leysa Sudoku þrautir í C++. Verst að ég kann ekki C++. En er það ekki einmitt málið, að læra eitthvað í þessum skóla. Svo er til Sudoku á rúllum fyrir áhugasama
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

2.maí

 
Við David Beckham eigum afmæli í dag. hann er 32ja og ég 41
 
Þó við búum ekki saman og ekki einusinni í sama landi
þá eigum við ýmislegt sameiginlegt, t.d. daðurstílinn :

Your Style is Charismatic


You’re beyond seductive, you’re downright magnetic!
You life live and approach seduction on a grand scale.
You have an inner self confidence and energy that most people lack. It’s these talents that make you seem extraordinary – and you truly are!

b
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir

hvað næst ?

Mér finnst ekki hafa komið neitt útúr þessu Jónínu-ríkisborgara máli.
Hversvegna fékk stelpan ísl. ríkisborgara rétt ?
  1.   Greiði við Jónínu Bjartmarz
  2.   Tilviljanakennd afgreiðsla
  3.   Haldbær rök (mér sýnist það alveg útaf borðinu)
Vonandi er 2. rétt. það væri svo skemmtilega íslenskt, sveitó, krúttlegt ..
1. er ekki krúttlegt
 
Mér finnst að framhaldið ætti að vera að ræða hvernig við viljum hafa reglur um veitingu ríkisborgararéttar. Látum ekki Frjálslynda flokkinn einan um þá umræðu.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Bók um lesblindu

 
Blaðið segir: "Félag lesblindra gefur út 110 síðna bók um lesblindu .." 
 
ég get ekki að því gert, mér finnst þetta fyndið :]
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

kvöldfréttir

 
Bjarni beib er hættur sem bankastjóri Glitnis. Hann hefur þá kannski tíma til að borða með skólafélögunum. Lárus Welding tók við sætinu. Hann er líka góður strákur.
 
<ég er að hlusta á fréttirnar>
".. talan hleypur á örfáum tugum"   hahaha, Impregilo er fyndið
 
Verið að loka endurhæfingardeild geðsjúkra! Það bara getur ekki borgað sig fyrir samfélagið!
Það hljóta að vera til betri leiðir, fleiri leiðir. Væri ekki hægt að fá "atvinnulífið" með í endurhæfinguna?
Hvað er ég að tuða, veit ekkert hvernig þessu er hagað. En væri ekki hægt að "borga með" fötluðum í vinnu? Það gæti hugsanlega létt álaginu á endurhæfingarapparöt og skapað meiri sveigjanleika í atvinnulífinu.
 
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

ellefu mínútur

 
skv. Ástu tekur það ellefu mínútur að skúra eldhúsgólfið
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Samábyrgð og framsókn

 
Mér finnst mikilvægast að halda fast við hugsjónirnar vinna vel saman að betra þjóðfélagi
Stóru orðin eru samábyrgð og framsókn  (sem á tæplega við um Framsókn.. )
 
Mér finnst mikilvægast að fá til forystu fólk sem ég treysti til að stefna að betra samfélagi. Ég er t.d. hrifin af Jónínu Bjartmarz í Framsókn. en mér finnst næstum flestir aðrir í flokknum hugsa meira um að moka undir sinn eigin rass en bæta samfélagið. Halda völdum sama hvaða á dynur. Neita að horfast í augu við að breytinga er þörf í landbúnaðarkerfinu. Gleyma samábyrgðinni. Segja eitthvað hljómfagurt í sjónvarpinu án þess að hafa ástríðu til framfara. Láta hvern sem er borga sig í gegnum kosningabaráttuna á síðustu stundu. Hvar eru heilindin? Þetta er ekki fallið til virðingar. Ég er svo sem ekkert endilega að tala um Framsóknarflokkinn. Framsóknarfólk er í öllum flokkum.
 
Síðast í gær var Hjálmar Árnason ráðinn sem skólastjóri yfir nýja háskólabæinn við Keflavík. Mér finnst það frábær hugmynd að nýta "Völlinn" sem háskólasamfélag. En hversvegna að skemma góða hugmynd með því að ráða nóboddý til að stjórna? Við eigum fullt af frábæru fólki. Nú síðast var t.d. Svafa Grönfelt ráðin sem rektor Háskólans í Reykjavík og hún er endurmeta alla stefnu skólans og styrkja hann á allan hátt. Hann var samt vel rekinn fyrir! Lengi má gott bæta. Háskólinn í Reykjavík rokkar feitt.
Ég er mótfallin því að menntamál séu mæld í "fjárveitingum". Það skiptir meira máli hversu stórt hlutfall prófessoranna er sofandi í vinnunni. Kannski þarf að reka alla kennarana á 7 ára fresti þeim til upplyftingar. Metnaður og framkvæmdasemi. Árangur!
Örfáir nemendur undir stjórn frábærs kennara í HR eru heimsmeistarar í leit í myndagagnagrunnum. Þeir eru nú að sækja um einkaleyfi á sinni aðferð og eru að útvíkka hana til að leita í vídeóum. Þetta er árangur.
Sama á við um Grunnskólana. Ég vil að sérhver skóli fái frelsi til að leita betri leiða til að mennta sína nemendur og að foreldrar fái ávísun á nám í 1 ár í senn sem þeir ráða hvar þeir innleysa. Þá væri komin einhverskonar samkeppni milli skólanna og umræða um markmið og árangur yrði almennari.
 
Það er ekki nóg að pólitíkusar hendi milljón og milljón í HÍ því þeir hafi frétt að menntun skili sér í mannauði. Þeir, nei ég meina ÞAU, muna ekki að það eru fleiri háskólar á landinu. Það skiptir heldur engu hvort góð verk spretta úr háskólasamfélögunum eða annarsstaðar í samfélaginu. Allir sem vinna gott verk ættu að geta, án mikilla hindrana af hálfu hins opinbera, komið sinni hugmynd á koppinn. Ég er ekki farin að tala um að allir eigi að eiga aðgang að fjármagni. Bara að lágmarka hindranir. Konan sem stofnaði Kaffitár þurfti yfir hundrað leyfisbréf og uppákvittanir til að geta selt kaffisopa á Laugarveginum. Samt er hún ekki með vínveitingaleyfi! Þá hefðu uppákvittanirnar orðið enn fleiri. Svona reglugerðafargan virkar eins og sandur í samfélagsvélina.
 
Ég er að tala út og suður.. jæja, hvað um það, sæki mér annan kaffibolla
b
Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Jónína rokkar

 
Jónína svooo rokkar!  Ég myndi kjósa framsóknarflokkinn ef hann væri ennþá til (ok, kannski ekki alveg.. )
Ég skildi aldrei hversvegna hún varð ekki formaður flokksins.
Nú sitja þau uppi með enn einn fornmanninn.
 
b
Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

blóðugt

 
Ég gær gaf ég blóð. Ég beiti öllum brögðum til að tapa mér. <365 000 carat>
Annars les ég, og hjóla (of þreytt til að hlaupa) og baka ..
 
Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir